Gúrkutíð eða hvað
Mér finnst blaðamenn mbl.is vera með þeim lélegustu sem fyrirfinnast í fjölmiðlageiranum. Nú hef ég ekki orðið var við annað en nóg hafi verið að gerast jafn innanlands sem utan að undanförnu og óþarft að telja það allt upp. Síðustu tvö skipti sem ég hef gluggað á mbl hafa aftur á móti verið vægast sagt ómerkilegar forsíðufréttir. Önnur var að napurt væri í Húsavíkurhöfn og hin að einhverjir þríburar væru skírðir úti í rassgati. Af hverju er það einhver stórmerk frétt að einhver bóndahjón á barðaströnd eignist 3 krakka. Frænka mín gerði þetta nú í fyrra og ekki man ég eftir neinu rosafjölmiðlastússi í kringum það enda bara venjulegir Reykvíkingar þar á ferðinni. Ég er hættur að lesa mbl.is og lýsi frati á þá síðu.
Óli Njáll 10:28| link
Loksins
Jæja, þá lýkur lengsta bloggleysi mínu í langan tíma. Rétt að gefa upp svarið við síðustu spurningu. Bernie Sanders er svokallaður independant þingmaður í bandaríkjunum. Hann er eini sósíalistinn á Bandaríkjaþingi og situr ef ég man rétt fyrir Vermont. Nýja spurning dagsins er svohljóðandi: Hvað eiga Janis Joplin, Kurt Cobain og Jim Morrison sameiginlegt?(Ég biðast afsökunar ef einhverjar stafsetningavillur eru í nöfnunum). Annars ætla ég að þakka honum Gnirnegylf (Að hætti Greinars) kærlega fyrir afmælisgjöfina sem keypt var í hjá Kormáki og Skildi. Reyndar hélt ég að Gnirnegylf væri síðasti maðurinn til að verzla í þeirri ágætu búð en svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Helgin
Ég fór í leikhús um helgina á Shakespeare leikritið Draumur á Jónsmessunótt. Það er skemmst frá því að segja að ég sofnaði næstum því á sýningunni enda fynnst mér verkið oft á tíðum of fullt af löngum leiðinlegum textarunum. Sýningin má reyndar eiga það að hún var flott. Ég er aftur á móti meira fyrir verk í léttari kantinum t.d. söngleiki og gamanleiki. Eftir sýninguna endaði ég í tvítugsafmæli hjá henni Guðrúnu Gummabeibi og skemmti mér þar ágætlega óölvaður. Ég missti af Silfri Egils á sunnudaginn og er ekki enn búinn að ná mér eftir það.
Skrítið
Það er skrítið með heilsuna hjá manni hvað annað fólk getur haft mikil áhrif á hana. Málið er að ég er með kvef. Eftir að hafa verið með það í rúma 10 daga fóru aðstandendur að heimta að ég færi til læknis því ég gæti þurft pensilín. Eftir það fór mér að líða mun verr en áður og fannst ég vera veikur. Síðan fór ég til læknisins. Hann sagði að ég væri bara með kvef og allt í fína lagi. Þá leið mér mun betur. Núna get ég svo drukkið efedrínmixtúru eins og mig lystir.
Og í lokin. Ég vil leyfa ólympíubox.
Óli Njáll 08:15| link
------------------