svar
Það bárust fá svör að þessu sinni. Kærleiksbjörninn, teletubbíinn og lukkudýrið Þórir svaraði hárrétt. Fontaine hinn franski á metið en hann skoraði 13 mörk á sínum tíma, ég man ekki árið í augnablikinu.
Óli Njáll 04:54| link
Kominn
Þá er ég kominn í bæinn. Kom reyndar um sjö leytið í kvöld. Það var gaman í Húsafelli þrátt fyrir hörkugadd alla helgina.
Gústi er á móti hraðamyndavélum vegna þess að það verða enginn banaslys á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Frábær rök og ég hreint út sagt held ekki vatni yfir snilld Gústusar. Ágúst litli engillinn minn, málið snýst ekki bara um þig og þær leiðir sem þú keyrir í þínu daglega lífi.
Þú segir sjálfur að slysin verði í íbúðahverfum þar sem hámarkshraði er 50km/klst. Væri þá ekki sniðugt að hafa myndavélar við þær götur t.d. Fjallkonuveg í grafarvoginum, þar sem ég man eftir einu banaslysi í fyrra þegar keyrt var á 7 ára strák.
Þú verður að athuga að það gerast fleiri slys en bara banaslys. Fólk getur lamast til frambúðar eða orðið fyrir miklum sálrænum erfiðleikum í kjölfar bílslysa. Svo er einnig oft á tíðum gífurlegt eignatjón þó svo að enginn látist í slysinu. Ef að umferðarhraði er minkaður þá minka jafnframt líkurnar á alvarlegum slysum.
Ef að leiðin sem þú keyrir til borgarinnar er svona rosalega örugg og slysahætta enginn, sem ég reyndar dreg stórlega í efa, þá væri rétta ráðið í stöðunni að auka hámarkshraðann en ekki væla yfir því að eftirlit væri haft með umferðarhraðanum.
Eins og allir vita Ágúst minn ertu alveg magnaður bílstjóri og um það eru allir sammála að það fylli þá öryggistilfinningu að vita af þér undir stýri, ég er vissulega í þeim hópi enda ber ég ótakmarkaða virðingu fyrir hæfileikum þínum til að forðast slys eftir að hafa séð þig sneiða milli biðskyldumerkisins og ljósastaursins fyrir utan húsið mitt eftir að hafa séð þig renna fram hjá innkeyrslunni. En aðrir eru ekki jafngóðir bílstjórar og þeir ráða ekki við þann hraða sem er oft á tíðum í umferðinni. Þess vegna verður að beita virku eftirliti með umferðinni til að auka öryggi vegfaranda.
Hér með lýkur svo umfjöllun minni um þetta mál.
Óli Njáll 04:51| link
------------------