{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

11.11.00

Yndislegt
Ég ætla að segja hér frá einu yndislegasta fyrirbæri jarðarinnar. Þessi hlutur er loðstýrið mitt. Þessi kostagripur sem ég fékk í ammælisgjöf frá Arnari nokkrum Loftssyni er alveg hreint frábær. Nautnin af því að keyra einhvern veginn margfaldast með þessum litla loðna hring. Þetta er handhægt og auðvelt í notkun, maður bara smeigir þessum loðhring yfir stýrið og keyrir af stað. Við það að hafa loðstýri breytist viðmót stýrisins til batnaðar. Það sem áður var bara kalt og ómanneskjulegt og gegndi þeim eina tilgangi að láta bílinn beygja verður svo hlýlegt og vinalegt að maður vill helst ekki sleppa því. Þess vegna beið ég í bílnum í u.þ.b. 10 mínútur með hendur á stýri þegar ég var kominn út á Eiðistorgið í gærkveldi, mér leið bara svo vel. Takk Arnar, þú ert frábær.
Óli Njáll  08:30| 
link

Að vita hvenær á að stoppa
Þær Bryndís Hlöðversdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir eru merkilegar skepnur´. Áðan rakst ég á grein eftir þær flokkssystur í DV þar sem Dagfari var harðlega gagnrýndur fyrir karlrembu og kynjamisrétti. Allt þetta var út af einhverri grein þar sem Dagfari var að skjóta á Siv Friðleifsdóttur, hvort hún var kölluð hörkustelpa eða eitthvað ámóta. Allir sem lesa Dagfara vita hvers konar dálkur þetta er og því fynnst mér það fáránlegt að í svona gríndálki megi ekki gera grín að kvennráðherra án þess að það sé úthrópað sem karlremba og misrétti. En rauðsokkurnar tvær virðast ekki skylja muninn á saklausum grínpistli og alvöru, þær halda að allt sem sagt er um konur flokkist sem jafnréttismál. Hvernig í andskotanum er hægt að vera svona þröngsýnn. Álit mitt á samfylkingunni er hraðbyri að stefna í það að vera minna en álit mitt á bændaflokknum.
Óli Njáll  03:51| 
link

Fyndið
Fyndin þessi nöfn sem sumir velja á þessar internetþjóna sína eða hvað sem þetta heitir. Til dæmis pamela.hagkaup.is og timbur.byko.is
Það er út af frumlegum mönnum eins og þessum hjá Byko sem að ákveðið var að hafa frumkvöðlaprófessor í HÍ.
Óli Njáll  00:18| 
link
------------------

10.11.00

Spurning dagsins
Bernie Sanders er magnaður einstæklingur í bandarískum stjórnmálum. Hver er þessi maður?
Óli Njáll  02:37| 
link

Svindl
Ætli sú kenning sé rétt að Jeb Bush ríkisstjóri hafi stundað það á kosninganóttina að henda Al Gore atkvæðum út um gluggann.
Óli Njáll  02:36| 
link

Svarið
And nothing else matters
Óli Njáll  02:35| 
link
------------------

9.11.00

Alger snillingur og skotinn
Það er greinilegt hver er aðalmaðurinn í Liverpool, það sást enn og aftur núna. Mikjáll Owen var búinn að vera inná í 10 sekúndur þegar hann rústaði varnarmönnum tékkana og skoraði. Annað áhugavert í leiknum var skoski ellilífeyrisþeginn Gary McAllister.Hann gerði kanski ekkert alltof mikið sjálfur en það er bara þannig að liðinu gengur miklu betur ef hann er inná. Það er merkilegt með svona ensk stórlið að þau virðast öll þurfa að hafa svona gamlar hækjur, göngugrindur eða hvað sem fólk vill kalla þetta. Man.Utd hefur sinn Teddy og Arsenal hefur Tony og Liverpool Gary. Gamlir jaxlar sem einhvernvegin hafa svona góð áhrif á mennina í kringum sig og eru hreint lífsnauðsyn fyrir hvert lið.
Óli Njáll  21:02| 
link

Rigning
Það bara rignir inn svörum við spurningu dagsins. Kannski var hún of auðveld.
Óli Njáll  10:21| 
link

Biggi
Hvaða röfl er í þér. Auðvitað ertu skrítinn og furðulegur. Ég er ekki að segja að það sé slæmt en þú ert það samt. Hver er annars að segja þér að mér finnist þú skrítinn. Ég gruna Bjölla mrkúk.
Óli Njáll  10:21| 
link

Spurning dagsins

So close no matter how far
couldn't be much more from the heart
forever trusting who we are

Þetta er byrjun á vinsælu dægurlagi. Hvernig hljómar næsta lína?
Óli Njáll  06:48| 
link

pólitik.is
Var eins og svo oft áður að renna yfir stjórnmálavefritin í kaffitímanum, þar á meðal politik þeirra jafnaðarmanna. Þar eru þeir eitthvað að skjóta á græningja og segja að það sé Nader að kenna að þeirra maður Al Gore sé ekki orðinn forseti bandaríkjanna. Vissulega er fylgi Naders hluti af ástæðunni en annars er þetta svo eitthvað típískt fyrir unga vælukjóa afsakið jafnaðarmenn. Þetta er alveg sama sagan og með lélegt gengi þeirra hér á landi þeir eru alltaf að reyna að kenna einhverjum öðrum um ófarirnar. Ein afsökunin sem heyrist fyrir aumingjahætti samfylkingarinnar er sú að vinstri grænir taki frá þeim fylgið. Þeim virðist aldrei detta það í hug að kanski sé lélegt fylgi þeirra afleiðing af því að þeir séu lélegur flokkur of upptekinn við það að vera mesti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins, hafa Mörð sjálfan innanborðs og það að það vantar slaufuna á formanninn. Ég gef skít í samfylkinguna.
Óli Njáll  06:44| 
link

Rétt og rangt, gáfur og heimska
Af hverju er fólk yfirhöfuð að deila um hluti og þá sérstaklega stjórnmál. Nú getur fólk hætt þessari vitleysu og sparað sér stórfeldan tíma. Af hverju? Vegna þess að í Fagrahvammi 10 leynist hinn alvitri sjálfur. Hann getur leyst úr öllum vandamálum heimsins á einfaldan hátt. Ég er að sjálfsögðu að tala um snillinginn, gáfumennið, rauðmakkann og ökuníðinginn Ágúst Flyggerungr. Ágúst hefur óbilandi trú á eigin skoðunum. Ég skil það svo sem alveg hjá honum, ég er eins hvað það varðar. En skoðanir Ágústar eru rétthærri en mínar. Hvers vegna? Ég er vinstrimaður og vinstrimenn eru heimskir. Ég virðist þó fá undantekningu hjá Guði Flyggermann en skil ekki hvers vegna. Ef vinstrimenn eru heimskir þá skal ég glaður vera fífl, fábjáni, fæðingarhálfviti o.s.frv..

Ég er glaður núna, ég veit að ég get sofnað ánægður á eftir vitandi það að stóri bróðir, Ágúst Flyggerus, hefur rétt fyrir sér á öllum sviðum og getur þess vegna hugsað fyrir mig og alla mína heimsku skoðanabræður (og systur).

Góðar stundir,
Hálfvitnn
Óli Njáll  03:33| 
link

Er ekki fimmtudagur í dag?
Jú, jú rétt hjá mér.
Ég veit um grafarvogsbúa sem heitir Gunnar og vinnur hjá Heimilistækjum. Ég þekki þennan mann ekki neitt og hef ekki einu sinni séð hann. En eitt sinn hringdi þessi maður og vakti móður mína klukkan u.þ.b. hálf átta á sunnudagsmorgni(eða var það laugardagur) þennan sama morgun reyndi hann að hringja í gemsann minn og einnig hringdi hann í Siggu og einhverja fleiri. Þessi maður var búinn að týna svolitlu. Reyndar ekkert svolitlu heldur svolitilu risastóru. Jú,jú, hverjum öðrum en syni sínum Þóri. Það eina sem hann vissi um ferðir sonar síns var að hann hafði farið út með vinum sínum um miðja nótt og ekki komið aftur. Sem betur fer birtist Þórir seinnipart eftir að hafa haldið foreldrum sínum í hræðslukasti allan daginn. En hvað var Þórir að gera? Jú það sem allir eðlilegir unglingar einhvern tíman um helgar. Hann fór ásamt Antoni vini sínum á rúntinn. Þeir félagarnir völdu reyndar frekar óvenjulegan rúnt því um klukkan 6 um morguninn voru Þórir og Anton komnir til Víkur í Mýrdal. Og nú gæti menn spurt sig hvað þeir vildu þangað. Þegar Þórir var spurður að þessu var svarið eitthvað á þessa leið "Hvernig í óbjóðnum á ég að vita það?"
Óli Njáll  03:23| 
link

Svar
JFK
Óli Njáll  01:27| 
link

Mótmæli
Ég er ósammála honum Arnari um að hæstvirtur dómari Illugi Jökulsson sé ekki nógu klár. Maðurinn er snillingur, veit allan fjandann auk þess að vera að mínu mati alveg bráðskemmtilegur.
Óli Njáll  01:19| 
link
------------------

8.11.00

Undarlegt
Fyndið með þessar kosningar sama hver vinnur er þessi umræða sem var um Naderáhrifin fyrir kosningarnar. Þau virðast nú hafa verið ansi léttvæg. Nú virðist sem að hans fáu atkvæði í Flórída séu helsta áhyggjuefni Gores, innan við 100000 stykki. Hefði ekki verið sniðugra að beita öllum kröftum sínum gegn Bush en ekki verið að væla yfir Nader. Þá væri Al kanski orðinn forseti.

Ég vil lýsa yfir fullum stuðningi við
Nagginn sjálfan og þakka kærlega fyrir mig að fá að vera á nagportal.
Óli Njáll  21:32| link

Erfitt
Þetta er búin að vera nokkuð erfið nótt hjá manni. Lokaðir inni í vinnunni með ekkert sjónvarp og þó svo væri hefði ég engan tíma til að horfa á það. Ég hef því bara notast við cnn.com í alla nótt þegar tími gefst til. Ég er ekkert smá ósáttur við það að Flóridaspáin er tekin til baka því annars væri minn maður á góðu róli. En maður vonar bara það besta?
Óli Njáll  06:15| 
link
------------------

7.11.00

Spurning dagsins
Í tilefni kjördags:

Hver var 35. forseti Bandaríkjanna?
Óli Njáll  00:59| 
link

Svar
Það ringdi póstum frá aðdáendum Ringo í dag. Alls 5 og hafa held ég aldrei verið fleiri. Aukaspurningin var að sjálfsögðu um hann Bendt Harðarson sem sendi mér póst en svaraði ekki spurningunni.
Óli Njáll  00:57| 
link
------------------

6.11.00

1 dagur
Jæja, kanarnir kjósa á morgun. Sama dag og kennarar fara í verkfall. Mér fynnst það alveg óheyrilega fyndið að Gore skuli ekki vera öruggur í Tennesee, sínu heimafylki, en aftur á móti á hann ágætis möguleika í Flórída, þar sem Jeb ræður ríkjum. Annars vona ég að Gore vinni þetta og jafnframt að Nader nái 5%.
Óli Njáll  18:23| 
link

Verkfall
Er ekki bara verkfallið að skella á eftir u.þ.b. 7 klukkustundir. Ég vona innilega að kennarar nái nú fram töluverðum kjarabótum, enda er nauðsyn að bæta kjör þessarar stéttar enda er ég fyrir löngu búinn að fá hundleið á óhæfum kennurum sem nóg er af í skólakerfinu, það virðist sérstaklega eiga við um dönskukennara. Þeir sem þekkja Bertu Sigurðardóttur vita hvað ég er að tala um.
Óli Njáll  17:06| 
link

Þjóðernishyggja
Í kjölfar umræðunnar um þjóðernishyggjuna.
Er þjóðernishyggja slæmur hlutur? Eins og allt annað er hún best í hófi og í þessu tilfelli þarf lítið til að ganga of langt. Ég er hlyntur léttum þjóðrembingi, þ.e. að íslendingar eigi fallegustu konurnar, sterkustu karlanna og það að íslenska landsliðið í knattspyrnu sé frábært(þó að þjálfarinn sé hálfviti) og hreint hneyksli að við skulum ekki vera heimsmeistarar.
Það að níðast á útlendingum tel ég aftur á móti ekki mjög sniðugan leik. Íslenskt efnahagslíf þarfnast útlendinga, u.þ.b. 10000 á næsta áratug samkvæmt nýjustu tölum, auðvitað verðum við að flytja þetta vinnuafl inn til að halda efnahagslífinu gangandi. Við höfum ágæta reynslu af Pólverjum í þessu samhengi sem hafa haldið uppi mörgu frystihúsinu á landsbyggðinni þar sem enginn vill vinna í slorinu lengur. Það er því hið besta mál að fá hingað erlent vinnuafl til að vinna þau störf sem vantar í meðan að atvinnuástandið í landinu er gott. Aftur á móti vil ég ekki slíkan innfluttning ef atvinnuleysið færi aftur á flug hér á landi.
Að sjálfsögðu er rétt að kanna bakgrunn þess fólks sem vill koma til landsins og sjálfsagt að neyta fólki um landvistarleyfi ef um er að ræða glæpalýð. Þá er ég að tala um þjófa, nauðgara og annars konar alvarlega glæpi, ég tel umferðarlagabrot ekki með.
Ef þetta fólk sem hingað kemur tímabundið til vinnu vill síðan setjast hér að sé ég ekkert því til fyrirstöðu. Ég myndi þó vilja leggja aukna áherslu á menntun nýbúa. Til að fólk þetta geti aðlagast íslensku samfélagi tel ég nokkuð brýnt að halda úti öflugri kennslu í íslensku og íslenskri menningu fyrir þetta fólk. Það tel ég mikilvægt til að ekki myndist einhvers konar minnihlutahópur sem heldur sig í einhvers konar gettóum í afkimum samfélagsins. Eftir því sem fólki af erlendum uppruna fjölgar verður þetta atriði mikilvægara því þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu yrði þess háttar minnihlutahópur kjörið skotmark fyrir nýnasísk samtök á borð við FÍÞ enda er það alþekkt staðreynd að þegar illa árar hefst alltaf leitin að blórabögglinu. Þar með værum við búinn að skapa gróðrarstíu fyrir fordóma sem við gætum auðveldlega verið laus við.
Óli Njáll  05:21| 
link

Spurning dagsins
Eftir hvern er lagið Octopus's Garden?

Í kjölfar gagnrýni á þennan lið hér á síðunni er aukaspurning dagsins. Hver er magnaðasti sprongjaldkeri landsins?
Óli Njáll  05:00| 
link

svar
Það bárust fá svör að þessu sinni. Kærleiksbjörninn, teletubbíinn og lukkudýrið Þórir svaraði hárrétt. Fontaine hinn franski á metið en hann skoraði 13 mörk á sínum tíma, ég man ekki árið í augnablikinu.
Óli Njáll  04:54| 
link

Kominn
Þá er ég kominn í bæinn. Kom reyndar um sjö leytið í kvöld. Það var gaman í Húsafelli þrátt fyrir hörkugadd alla helgina.

Gústi er á móti hraðamyndavélum vegna þess að það verða enginn banaslys á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Frábær rök og ég hreint út sagt held ekki vatni yfir snilld Gústusar. Ágúst litli engillinn minn, málið snýst ekki bara um þig og þær leiðir sem þú keyrir í þínu daglega lífi.
Þú segir sjálfur að slysin verði í íbúðahverfum þar sem hámarkshraði er 50km/klst. Væri þá ekki sniðugt að hafa myndavélar við þær götur t.d. Fjallkonuveg í grafarvoginum, þar sem ég man eftir einu banaslysi í fyrra þegar keyrt var á 7 ára strák.
Þú verður að athuga að það gerast fleiri slys en bara banaslys. Fólk getur lamast til frambúðar eða orðið fyrir miklum sálrænum erfiðleikum í kjölfar bílslysa. Svo er einnig oft á tíðum gífurlegt eignatjón þó svo að enginn látist í slysinu. Ef að umferðarhraði er minkaður þá minka jafnframt líkurnar á alvarlegum slysum.
Ef að leiðin sem þú keyrir til borgarinnar er svona rosalega örugg og slysahætta enginn, sem ég reyndar dreg stórlega í efa, þá væri rétta ráðið í stöðunni að auka hámarkshraðann en ekki væla yfir því að eftirlit væri haft með umferðarhraðanum.
Eins og allir vita Ágúst minn ertu alveg magnaður bílstjóri og um það eru allir sammála að það fylli þá öryggistilfinningu að vita af þér undir stýri, ég er vissulega í þeim hópi enda ber ég ótakmarkaða virðingu fyrir hæfileikum þínum til að forðast slys eftir að hafa séð þig sneiða milli biðskyldumerkisins og ljósastaursins fyrir utan húsið mitt eftir að hafa séð þig renna fram hjá innkeyrslunni. En aðrir eru ekki jafngóðir bílstjórar og þeir ráða ekki við þann hraða sem er oft á tíðum í umferðinni. Þess vegna verður að beita virku eftirliti með umferðinni til að auka öryggi vegfaranda.

Hér með lýkur svo umfjöllun minni um þetta mál.
Óli Njáll  04:51| 
link
------------------




Powered by Blogger