{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

20.10.00

Slysagildra
Ég held að það sé ráðlagt að hætta að kenna leikfimi í Verzló. Þetta íþróttahús er greinilega alger slysagildra. Allavega þekki ég tvo sem hafa slasast illa í venjulegum leikfimitíma. Hallur vinur minn er búinn að vera krossbandaslitinn í ár eftir fótboltaleik og nú er víst verið að saga löppina af Greinari við ökkla. Ég er sem betur fer útskrifaður úr Verzló og laus úr lífshættu.
Óli Njáll  18:26| 
link

Nýtt
Sigga er búinn að bæta inn link á Bendt hér fyrir ofan þessar línur. Bendt er starfandi jólasveinn og fer það honum vel enda jólasveinn í eðli sínu. Ég ráðlegg öllum að heimsækja síðu Bendt Spielberg stofnanda Dreamw.., fuck that, ég meina að sjálfsögðu Kusufilm.
Óli Njáll  08:08| 
link
------------------

19.10.00

Dorrit
Ég var að skoða nokkur Séð og heyrt blöð í vinnunni um daginn og mér fannst ég sjá Dorrit í hverju einasta blaði. Aðeins nokkur blöð í viðbót og þá fellir Dorrit Fjölni Þorgeirsson úr efsta sætinu yfir vini Séð og heyrt.
Óli Njáll  23:01| 
link

Forvitni
Gústi var forvitinn hvar ég lenti á þessu korti þeirra speakoutmanna. Ég er næstum á miðju kortinu, nákvæmlega í punktinum sem er vinstramegin í láréttri línu við miðpunktinn. Fékk 55% í personal og 36% í economical.
Óli Njáll  21:22| 
link

Fjármálaóreiða
Hvað á þetta að þýða hjá embætti forseta Íslands, ríkisstjórninni og nokkrum ráðuneytum. Hver og ein stofnun er að fara allt upp í 20 miljónir fram úr fjárlögum. Þetta kalla ég algerlega út í hött og gersamlega fráleitt að menn komist upp með þetta. Þetta eru nú engir smá peningar. Það er náttúrulega sjálfsögð krafa að menn með svona fjárráð af almannafé sýni aðhald og haldi sig innan fjárlaga. Aftur á móti er ég ánægður að sjá að Sjávarútvegsráðuneyti og Félagsmálaráðuneyti halda sig vel innan fjárlaga. Broskall fyrir þá:)
Óli Njáll  20:40| 
link

Hulk
Já ég fékk mér sprautu gegn inflúensu. Af hverju hefði ég ekki átt að gera það. Hún er ókeypis, maður finnur ekki fyrir henni og maður er öruggur um það að veikjast ekki. Ég hef enga ánægju af því að sitja á klósettinu í heila viku þó svo að hinn syngjandi hulkur hafi gaman af því. Enda er hann eflaust einn af þeim mönnum sem brosa af ánægju í hvert skipti sem mikið flæði er um endaþarm hans í hvora áttina sem er. Já, ætli leðurhommakenningin eigi ekki bara ágætlega við í þessu tilviki.
Óli Njáll  11:37| 
link

Hóruungi frá helvíti
Ég væli og skæli bara áfram ef mér sýnist svo. Annars er hálf aumkunarvert hvernig
skrattinn er að reyna að segja eitthvað neikvætt um mig og það besta sem honum dettur í hug eru myndir úr eigin fjölskyldualbúmi auk einhverra brandara um skóþvengshnýtingar. Merkilegt í ljósi þess að það var hann sem leitaði sér aðstoðar á netinu og fann þessa hjálplegu síðu en ekki ég. Það hvort hann kallar vinnufélaga mína skríl skiptir nú litlu máli, það sýnir best ófrjóan hugsunarhátt mannsins að þegar þetta litla heilaskrípi hans er búið að stama í hálftíma við að reyna að finna eitthvað frumlegt til að skrifa þá kallar hann fólk sem hann hefur aldrei hitt áður skríl.
Staðreynd málsins er sú að Magnús er bitur út í heiminn vegna þess að hann er veit af eigin vankunnáttu og getuleysi á flestum ef ekki öllum sviðum(Arnar er nú búinn að lýsa því nokkuð ýtarlega) og fær útrás fyrir reiði sína með því að semja nýðandi nýyrði um aðra. Og nú þegar hugmyndaflugið er farið að dofna og það fyndnasta sem honum dettur í hug er gamli brandarinn um njálginn, sem ég heyrði síðast í átta ára bekk, þá ætti drengurinn bara að snúa sér að öðru. Punktur.
Óli Njáll  11:23| link

Próf
Þetta frambjóðendapróf er greinilega ekki alger vitleysa. Þar sem ég kann ekki að setja svona lagað inn á síðuna mína vegna mikillar vankunnáttu í þessum efnum þá skrifa ég bara niðurstöðurnar.
Nr.1 Bill Bradley. 87%. Bill var minn maður þó að maður vissi að hann ætti engann sjéns.
Nr.2 Ralph Nader 73%. Já, ég myndi nú ekki kjósa þennan mann þar sem hann er stórskrítinn. En ég lagði áherslu á umhverfisþáttinn sem er sennilega ástæðan fyrir þessari niðurstöðu.
Nr.3 Al Gore 72%. Semsagt ef ég væri kani ætti ég að kjósa Gore og er ágætlega sáttur við það af þeim sem eru í framboði.
Síðan komu nöfn eins og Hagelin og Browne, Lieberman og einhverjir ómerkilegir. Á botninum sátu svo Pat Buchanan með 27% og Bush með 31%
Þannig að það er nokkuð ljóst hvern ég styð í einvígi þeirra tveggja stóru þann 7. Nóvember(ef ég man daginn rétt)
Óli Njáll  10:42| 
link

FRÍ
Eftir að hafa verið að vinna um 17 klukkustundir í gær þá er ég í fríi í dag. Og af því að ég er klikkaður þá er ég ekki sofandi og ég skil ekkert af hverju ekki. Annars gæti ég verið að skipta um vinnu, samningaviðræður á eftir. Gaman,gaman.
Óli Njáll  10:14| 
link
------------------

17.10.00

Loðstýri
'Eg er að hugsa um að fara að nota loðstýrið sem Arnar vinur minn gaf mér á laugardaginn. Þetta er án efa alger lúxus. Annars var það rétt hjá mér að óttast gjöfina frá Hjalta því hann, Bjarni og Frúr gáfu mér ódrekkandi viský og Baywatch diskinn. ARG.
Óli Njáll  21:05| 
link

Út að borða
Nú eru spurninganördar á leiðinni að fara að borða eitthvað gott. Vonandi ekki Ruby Tuesday.
Óli Njáll  19:03| 
link

Stór stór sprauta
Ég fékk sprautu í dag. Til að passa mig gegn inflúensu sem á að vera rosa skæð í ár. Fékk reyndar bara pínkuponsu sprautu það var ekkert vont. Svo fékk ég plástur. Þetta var í boði Nýkaups/Hagkaups. Annars ganga breytingarnar á nesinu vel. Og ´´eg hvet fólk til að mæta ekki á fimmtudaginn þegar næstum nákvæmlega eins Hagkaupsbúð opnar eftir breytingarnar. Bless
Óli Njáll  19:01| 
link

Búð
Það er gaman að breyta búðinni hér í Hagkaup. Svona tilbreyting í annars voðalegt rútínustarf. Annars er ég glaður yfir því að Liverpool skyldi vinna 4-0 um helgina. Heskey er ekki svo slæmur eftir allt saman.
Óli Njáll  08:40| 
link
------------------

16.10.00

Þórir
Þórir fimmtudagur Gunnarsson sagði við mig í dag að bloggarar væru sorglegri þjóðflokkur en irc notendur. Ég tala ekki við hann næsta mánuðinn vegna þessara ummæla. Megi hann fara fj... til.
Óli Njáll  20:18| 
link

Þórir
Þórir fimmtudagur Gunnarsson sagði við mig í dag að bloggarar væru sorglegri þjóðflokkur en irc notendur. Ég tala ekki við hann næsta mánuðinn vegna þessara ummæla. Megi hann fara fj... til.
Óli Njáll  20:18| 
link

Málfó
Á morgun er hinn svokallaði Málfódagur í Verzló. Nýjung. Og þarna mun Gettu Betur lið Verzló 2001 koma fram í fyrsta skipti. Andstæðingarnir ekki af verri endanum, Morfíslið VÍ. Ástæða: Þeir skoruðu á okkur. Þessir menn hljóta að vera masókistar að hætta sér í þetta skrímsli sem við erum að móta. Að sjálfsögðu tókum við þessari áskorun og skoruðum að sjálfsögðu á þá í ræðukeppni. En einhverra hluta vegna vildi Málfundarfélagið ekki samþykkja það, eða réttara sagt einvaldur þess, Ágúst Flygenring. Skiptir ekki máli. Mínir menn munu koma, sjá og sigra á morgun.
Óli Njáll  20:11| 
link

Lítið land
Merkilegt hvað Ísland er lítið land. Um daginn var ég að senda einhvern póst á Dr. Nagg og hann sendi póst til baka. Í þessu tilfelli notaði ég póstinn hennar mömmu. Þegar hún var síðan að skoða póstinn sinn kemur í ljós að hún kannaðist við nafnið Egill Rúnar Erlendsson. Síðan kom í ljós að mæður okkar voru víst saman í bekk einhvern tímann í MR eða eitthvað ámóta. Egill, ef mamma þín heitir ekki Ásta þá er ég að rugla og biðst afsökunar.
Óli Njáll  18:34| 
link
------------------




Powered by Blogger