Málfó
Á morgun er hinn svokallaði Málfódagur í Verzló. Nýjung. Og þarna mun Gettu Betur lið Verzló 2001 koma fram í fyrsta skipti. Andstæðingarnir ekki af verri endanum, Morfíslið VÍ. Ástæða: Þeir skoruðu á okkur. Þessir menn hljóta að vera masókistar að hætta sér í þetta skrímsli sem við erum að móta. Að sjálfsögðu tókum við þessari áskorun og skoruðum að sjálfsögðu á þá í ræðukeppni. En einhverra hluta vegna vildi Málfundarfélagið ekki samþykkja það, eða réttara sagt einvaldur þess, Ágúst Flygenring. Skiptir ekki máli. Mínir menn munu koma, sjá og sigra á morgun.
Óli Njáll 20:11| link
Lítið land
Merkilegt hvað Ísland er lítið land. Um daginn var ég að senda einhvern póst á Dr. Nagg og hann sendi póst til baka. Í þessu tilfelli notaði ég póstinn hennar mömmu. Þegar hún var síðan að skoða póstinn sinn kemur í ljós að hún kannaðist við nafnið Egill Rúnar Erlendsson. Síðan kom í ljós að mæður okkar voru víst saman í bekk einhvern tímann í MR eða eitthvað ámóta. Egill, ef mamma þín heitir ekki Ásta þá er ég að rugla og biðst afsökunar.
Óli Njáll 18:34| link
------------------