{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

30.9.00

Óeirðir á Arnarhóli
Ekki alveg en það var mótmælt í morgun. Ég var því miður ekki á staðnum enda upptekin í vinnunni og var að koma heim núna í þessum skrifuðum orðum. Fór einmitt og ætlaði að skoða fréttir á mbl og vísi um málið. Vísir stendur sig mun betur. Moggamafían minnist ekki á mótmælin. Það stendur á Vísi að tugir manna hafi safnast saman. Hvað ætli það þýði. Það gæti þýtt 20 manns en einnig 97. Ég vona að seinni talan sé nærri lagi.
Annars finnst mér merkilegt hvað bloggurum virðist standa á sama um írösku þjóðina. Sá eini sem ég man eftir í fljótu bragði að hafi minnst á málið er stórtúbuleikarinn
Finnbogi.Já ég hef fyrir því að setja link á Finnboga, eitthvað sem ég geri afskaplega sjaldan enda þurfa menn að vera að segja merkilega hluti til að ég nenni að hafa fyrir því.
Ein spurning í lokin sem ég vona að einhver af hinum fjölmörgu susbloggurum svari: Af hverju neitar SUS að mótmæla viðskiptabanninu á Írak?
Óli Njáll  15:24| link
------------------

29.9.00

Hver er ósamkvæmur sjálfum sér
Ungliðar VG sem ég telst vera einn af eru víst ósamkvæmir sjálfum sér samkvæmt honum Björgvini. Svona yfirlýsingu get ég ekki samþykkt án athugasemda. Ég sé nefnilega ekkert ósamkvæmi í því að vera á móti hreinni auðvaldsstefnu í heiminum og vilja mannréttindi og frelsi fyrir sárþjáða þjóð sem auðveldlega gæti staðið á eigin fótum, væri henni gefið frelsi til þess. Ég er hlyntur frelsi og mannréttindum handa öllum jarðarbúum, stórum og smáum, feitum og grönnum, svörtum, hvítum, gulum og rauðum. Þess vegna er ég ekki hlyntur hreinni auðvaldsstefnu í heimsviðskiptum sem hlýtur að leiða til kúgunar þeirra sem minna mega sín á meðan lítill hluti íbúa heimsins makar krókinn.
Aftur á móti fynnst mér Björgvin og félagar í SUS ósamkvæmir sjálfum sér þessa dagana. Þeir mótmæla komu Li Peng til landsins og þeim mannréttindabrotum sem hann stóð fyrir fyrir einum 11 árum en vilja ekki mótmæla viðskiptabanninu á Írak. Samt er Björgvin greinilega ekki hlyntur viðskiptabanninu ef marka má skrif hans um frjáls viðskipti. Þetta finnst mér lykta af hræsni.
Björgvin fær samt stjörnu í kladdann fyrir logoið sitt.
Óli Njáll  19:45| 
link

Champ
Snúum okkur að skemmtilegri hlutum. Mér tókst að gera Stoke að meisturum í champ í gær. Það tók mig reyndar 5 tímabil og ég vann aðeins með 1 stigi en það er samt sigur. Nú held ég áfram og ver titilinn.
Óli Njáll  16:38| 
link

Meira af frelsi
Ég held áfram að lesa á frelsi.is
Björgvin er eitthvað ósáttur við forsetann og það að hann tjái sig fyrir hönd þjóðarinnar. Hefur forseti landsins ekki altaf gert það sama hver hefur gengt embættinu? Mig minnir að Vigga hafi verið svipuð, fleirum man ég nú ekki eftir enda fæddur eftir að Vigdís tók við búsforráðum á Bessastöðum. Samkvæmt Björgvini frelsara eru flestir sammála honum. Af hverju bauð þá enginn þeirra sig fram gegn forsetanum? Það er einmitt kosturinn við lýðræðið að ef meirihluti kjósenda er óánægður með forsetann þá geta þeir kosið einhvern annan til verksins. Og hverjir eru þessir flestir sem eru sammála formanninum, mig minnir að í skoðanakönnun komi ávallt í ljós að stór meirihluti þjóðarinnar er ánægður með forsetann.
Óli Njáll  16:36| 
link

RÚV
Nú eru menn mikið að velta þessari gamalgrónu stofnun fyrir sér. Ég hef verið að lesa nokkra pistla sem margir hverjir eru mjög skemmtilegir. Ármann Jakobsson skrifar t.d. skemmtilegan og góðan pistil á múrinn um RÚV. Einnig las ég óhemju fyndna grein á frelsi.is eftir HÖB sem ef mig misminnir ekki er varaformaður Heimdellinga. Hann talar um lögbrot hjá RÚV vegna þess að honum finnst dagskráin ekki skemmtileg. Vissulega er dagskrárgerðin upp og ofan en það að honum finnist hún ófyndin þýðir ekki að hún sé það, enda eru eflaust margir sem hafa gaman af dagskránni. Og þessi maður stefnir á að gerast lögfræðingur. Já ekki hyggst ég snúa viðskiptum mínum til hans í framtíðinni ef hann túlkar lögin á þennan hátt.
Jamm, ég er ánægður að menn hafi mismunandi skoðanir á málunum en mér finnst líka að menn verði að hugsa áður en þeir tala eða skrifa.
Óli Njáll  16:22| 
link
------------------

28.9.00

Steinunn
Nú blogga ég í tölvunni hennar Steinunnar á bókasafninu. Allir sem komið hafa í verzló vita við hverja er átt enda manneskjan engri lík. Ef ekki væri fyrir hana þá væri sennilega ekkert bókasafn hér og þá væri ég ekki að blogga á safninu.
En í fréttum er það að ég fékk nýjan vinnufélaga sem við skírðum samstundis Mustafa. Þetta nafn passar vel inn í nafnaflóruna enda köllum við hinir okkur Hasan og Kasmír. (Ég er Kasmír). Nú þarf maður því að sýna gott fordæmi og passa sig að mæta klukkan 6 alla morgna næstu viku. Jíbbíkajei.
VÍ-mr dagurinn er á morgun. Ég er að spá í að kíkja á ræðukeppnina með Siggu og kanski í partý á eftir. Eina sem hamlar drykkju er vinna eldsnemma á laugardagsmorgni.
Og að lokum. Liverpool náði jafntefli gegn Rapid í kvöld. Mínir menn voru hrútlélegir nema Gerrard og Ziege og Westerveld. Reyndar var frábært að sjá Fowler spila heilan leik þó að lítið færi fyrir honum. Hann er GUÐ.
Óli Njáll  23:12| 
link
------------------

27.9.00

Albright
Albright er á leiðinni til landsins. Ég vil nota tækifærið og mótmæla viðskiptabanninu á Írak sem hún ásamt öðrum vestrænum leiðtogum er ábyrg fyrir. Þetta er gersamlega út í hött. Aðgerðir sem þessar hafa engan annan tilgang en að svelta heila þjóð til bana og skila engum pólitískum árangri. Saddam styrkir stöðu sína en sauðsvartur almúginn borgar brúsann. Besta leiðin til að koma á lýðræði í Írak er að opna landið fyrir viðskiptum og alþjóðlegu samstarfi. Það er löngu kominn tími á að Bandaríkjamenn játi það að þetta viðskiptabann er gagnslaust og hrein og klár mistök af þeirra hálfu.
Takk fyrir og lifið heil
Óli Njáll  23:59| 
link

Undarlegir hlutir
Ég sem fyrrum verzlingur og gbþjálfari kíki reglulega á nfvi.is. Þar vil ég sjá fréttir hvað er að gerast í skólanum og þess háttar skemmtilegheit. Sérstaklega vil ég sjá þær greinar sem ég skrifa sjálfur og er ekki sáttur við það hvað nýja greinin mín er illa staðsett á forsíðunni. En þeir vefnefndarmenn virðast hafa gleymt hlutverki sínu og halda að þeir séu að vinna á mbl.is og eru farnir að halda uppi fréttafluttningi af Jóni Arnari sem mér vitanlega tengist VÍ ekki nokkurn skapaðan hlut enda sveitamaður af bestu gerð. Ég sé bara engann tilgang með þessum skrifum þeirra, allavega ekki á þessa síðu.
Óli Njáll  23:52| 
link
------------------

25.9.00

Trúnaðarupplýsingar
Það er ljóst að ég treysti ekki gústa fyrir trúnaðarupplýsingum í bráð. Ég fel honum smá verkefni og hann blaðrar um það allt á netið. Sem betur fer nefndi hann engin nöfn þá hefði ég þurft að kála honum. Gústi, skamm skamm.
Vala er maður dagsins. Já ég segi maður, hafið þið séð magavöðvana á konunni, þetta er þrefalt stærra en mínir.
Annars er ég á leið til skólastjóra á morgun, hr. Þorvarðar Elíassonar. Altaf gaman að hitta hann, ástæðan mætti reyndar vera skemmtilegri en hún er. Ég fíla Þorvarð í botn. Hann er flottastur.
Óli Njáll  22:08| 
link
------------------

24.9.00

Mamma
Mamma á afmæli á miðvikudaginn. Sama dag tekur hún próf í bókfærslu og er að fara á taugum þannig að verzlingurinn sonur hennar er fenginn til aðstoðar ásamt pabba. Ég held nú að hún taki þetta með trompi kerlingin. Þessir foreldrar mínir hljóta að vera gáfumenni ef maður miðar við afkvæmin og trúir á erfðafræðina.
Óli Njáll  23:03| 
link

Bull
Sumir virðast hafa gaman af leiðindum. Sem betur fer er ég ekki einn af þeim.
Annars var það Ruby í dag. Mikill peningur lítil gæði. Mæli ekki með staðnum. Þetta var samt skemmtileg ferð, andinn í hópnum var bara mjög góður og ég held að þetta hafi bara styrkt liðsheildina. En eftir þetta er það ljóst að það er enginn sem skákar American Style og "Yngvaborgaranum".

Bongó, bongó.
Óli Njáll  23:00| 
link

Yngvi
Ég gleymdi einu í umfjöllun minni um ofurborgarann Yngva. Það er nefnilega einnig til "Feitur Yngvi" en það er heavy special með eggi.

"Feitur Yngvi, vinur svanga mannsins"

Hægt er að finna hinn upphaflega Yngva hjá Tölvumyndum hf.
Óli Njáll  00:13| 
link

Ruby Tuesday
Ég ætla á Ruby Tuesday á morgun ásamt Gettu betur skrítna fólkinu sem ég þekki. Þetta liðsval hefur reyndar valdið mér höfuðverk í dag. Ekki það að ég efist um réttmæti ákvörðunarinnar, ég bara fékk höfuðverk enda hafa smá leiðindi komið upp í kjölfarið sem ég hefði gjarnan viljað sleppa. En aftur að Ruby. Ég held þetta sé góður staður, hann lítur vel út.
Nú er verið að fara yfir 3.bekkingaprófin sem við lögðum fyrir. Hallur er búinn að vera duglegri en ég en það á eftir að breytast. Ég verð ofurduglegur á morgun. Annars er merkilegt að stelpur koma óvenju vel út þetta árið. Eins og staðan er í dag eru 2 á topp 3 stelpur. Ég verð að viðurkenna að þetta kemur mér skemmtilega á óvart.

Góða nótt.
Óli Njáll  00:12| 
link
------------------




Powered by Blogger