{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

23.9.00

Gettu betur
Gettu betur lið VÍ 2001 hefur verið valið. Liðið skipa Sigríður Reynisdóttir, Stefán Einar Stefánsson og Einar Björgvin Sigurbergsson. Já bara einn óbloggandi maður í liðinu, ætli það segi eitthvað um gáfnafar bloggera.
Annars fórum við á American Style í gær. Þar fékk ég mér Yngva. Fyrir þá sem ekki þekkja hinn magnaða hamborgara Yngva, þá er það beikonborgari með eggi. Alveg fullkominn borgari. Hann er nefndur í höfuðið á Yngva nokkrum Halldórssyni sem eitt sinn þjálfaði verzlingaliðið. Lifi Yngvi.
Óli Njáll  16:03| 
link
------------------

21.9.00

Raggi
Raggi er ekki eins galinn og ég hélt. Hann fær stóran plús fyrir að redda blogginu mínu. Takk Raggi.
Óli Njáll  22:58| 
link

Blogger
Nýtt slagorð. Blogger er bögg.

Ástæða vesen í bloggernum núna.
Óli Njáll  21:37| 
link

Leikari dagsins
Leikari dagsins er Pauly Shore. Maðurinn er snillingur og engum líkur. Þetta er sennilega einn fyndnasti maður er gengið hefur á jarðskorpunni. Mæli sérstaklega með California man, Son in law og In the army now.
Óli Njáll  21:36| 
link

Fráhvarfseinkenni
Ég er ekki búinn að blogga síðan á Þriðjudag. Eins og allir geta því gert sér grein fyrir er ég ekki veikur lengur og er kominn á kaf í vinnu. 14 tímar í dag. Húrra fyrir mér.

Öddi Addason er minn maður í dag eins og allrar þjóðarinnar sennilega. Ætli það verði nú ekki farið að tala um Örn í öllum fréttum og blöðum sem hann Örn "okkar" samanber boltalandsliðin þegar vel gengur.Hann er flottastur og hana nú!!!!

Djöfull er leiðinlegt að vinna á kvöldin hér á nesinu.
Óli Njáll  21:35| 
link
------------------

19.9.00

Síðasti skátinn
Nú þegar ég sit fyrir framan tölvuskjáinn og veit ekkert hvað ég á að gera (eins gott að ég fer að vinna aftur í fyrramálið, ég er alveg lost svona veikur heima) þá man ég eftir myndinni The last Boyscout sem ég á heima hjá mér. Þessi mynd er alveg mögnuð. Ég hef sennilega horft svona 583 sinnum á myndina(spólan er orðinn rispaðari en 20 ára gömul klámmynd) en Bruce Willis og Damon Wayans er hreinlega hrikalega flottir í þessari mynd. Þetta er einhver besta svona setninga mynd sem ég veit um ásamt Ford Fairlane (sem er annað meistaraverk kvikmyndasögunnar, hvað varð eiginlega um Andrew Dice Clay). Allavega lærði ég margar setningarnar utan af þegar ég var lítill og röflaði þær í tíma og ótíma.

Ég verð að sjá myndina aftur fljótlega
Óli Njáll  17:06| 
link

Hagen
Ég hálf vorkenni Norðmönnum ef svo heldur sem horfir í stjórnmálum þar í landi, allavega miðað við kannanir. Ég held að stjórn öfgamanna geti ekki reynst þjóðinni góð. Það er líka orðið eitthvað undarlegt á seyði þegar að almenningur treystir öfgamanni eins og Carl Hagen best til þess að verja velferðarkerfi landsins.
Óli Njáll  13:14| 
link

Stormsker
Ég sit hér og hlusta á Greitest (s)hits með Sverri Stormsker. Þessi maður er í dýrðlingatölu hjá mér enda óumdeilanlega í hópi bestu skálda landsins og treður svo textunum við þægilega létta auðáhlustanlega tónlist. Hann er kanski full geðveikur en mér finnst hann fyndinn. Sérstaklega er gaman að hlusta á þau lög sem Stefán Hilmarsson syngur á þessum disk með honum, maðurinn er alger skrækur.
En annars er Stormsker geysilega fjölhæfur maður t.d. eru bækur hans eins og málsháttabókin Stormur á Skeri og ljóðabókin Með ósk um betri tíð (Ég verð að viðurkenna að ég man ekki alveg nafnið á ljóðabókinni, það er eitthvað í átt við þetta, þeir sem vita láta mig kanski vita rétt nafn) alveg frábær listaverk. Ég á reyndar ekki ljóðabókina en það hefur verið lengi á áætlun hjá mér að ná í hana.
Óli Njáll  12:01| 
link

ÓL2000
Þessi formaður sundsambandsins er nú eitthvað frá annari plánetu en aðrir fararstjórar í Sidney. Mér finnst það stórmerkileg ákvörðun að setja fjölmiðlabann á sundfólkið. Miðað við það hvað ÓL er mikill viðburður þá þætti mér það sniðugt hjá sundurum að nýta sér þessa viku í sviðsljósinu sem þeir fá á 4 ára fresti til að reyna að auka áhuga fyrir íþróttinni. Kanski vilja þeir það ekki, hver veit?
Óli Njáll  11:54| 
link
------------------

18.9.00

Reagan
Ég held að Björgvin og félagar séu að ofmeta Ronald kallinn aðeins. Ég held að Sovíetríkin hefðu fallið hvort sem er sama hver hefði verið forseti USA. Það er augljóst í raun frá 1980 að eitthvað mikið er að í Sovíetríkjunum t.d. ráða þeir ekki við afganska skæruliða. Stjórnkerfi landsins var einfaldlega búið að vera að rotna í friði áratugum saman og tími þess var löngu liðinn. Ég held t.d. að fall þeirra á þessum tímapunkti sé mun frekar Gorba að þakka en Reagan. Hann ætlaði í hægfara umbætur en reyndist síðan vera að setja stórskriðu af stað sem síðar var ekki hægt að stoppa.
Óli Njáll  22:50| 
link

Nýkaup að deyja
Hér með er það staðfest að Nýkaup er að deyja. Þann 15. október verður Kringlan eina starfandi Nýkaupsverzlunin. Kanski verð ég því stoltur starfsmaður Hagkaups frá og með þeim tíma.

Smá hugleiðing: Ætli Jón Ásgeir fari nokkurn tímann úr leðurjakkanum?????
Óli Njáll  22:45| 
link

Á lyfjum
Geir veltir fyrir sér hvort að Flygenring sé á lyfjum. Af eigin reynslu get ég vottað það að Gústi kallinn, eðaltemplari og pepsimaxþambari er ekki á neinum lyfjum, hann er bara skrýtinn.
Annars er ég sammála Gústanum um það að Ronbo var enginn snillingur. Röksemdafærslan hans hefði þó mátt vera aðeins styttri, ég held að ég hafi sofnað 3 sinnum meðan ég las hana.
Óli Njáll  20:16| 
link

Carrie
Ef einhver hefur séð þessa mynd sem ég setti inn í nokkrar mínútur, þá var ég bara að láta kenna mér að setja inn myndir. Að sjálfsögðu var valin flott mynd úr safni þess heiðursmanns Geirs til að nota við æfinguna. Ég vona að ég verði ekki kærður fyrir myndaþjófnað.
Óli Njáll  17:37| 
link

Skandall
Ég las DV í dag. Kristinn Gunnarsson er tvímælalaust mesti helvíts spillingarhálf..... landsins í dag. Að færa Sparisjóði Bolungarvíkur hundruð miljóna króna viðskipti er gersamlega út í hött. En Bolvíkingurinn Kristinn þekkir náttúrulega vel til þjónustu þeirra fyrir vestan og velur þá vegna gæða þjónustu þeirra enda um traustan banka að ræða. Eins og stærri og traustari bankar hér í borg gætu ekki höndlað málin helmingi betur. Ég hef fengið nóg af bændaflokknum.
Enn eitt augljósa dæmið um það að það er þjóðinni lífsnauðsyn að losna við þennan bændaflokk.
Óli Njáll  13:23| 
link

Borgarmálin
Baldur og Óli Björn sjá ekki íhaldið í meirihluta næstu árin í borginni. Guði sé lof fyrir það segi ég. Ef menn líta á borgarfulltrúalið íhaldsins er lítið annað hægt en að skella upp úr og erfitt að róa sig niður aftur, og leiðtogi þeirra, frú fjármálaráðherra, er besti brandarinn af þeim öllum. Það vantar bara að VG myndu gefa þeim Kolbrúnu Halldórsdóttur og þá væri brandarinn fullkomnaður.
Má ég þá frekar biðja um r-listann þó að þar leynist margur misjafn sauðurinn.
Óli Njáll  13:19| 
link

Baldur Færeyingur
Takk fyrir þýðinguna. Þessi útskýring um dönskuna hjálpar mér ekki mikið, ég tala heldur ekki dönsku.
Óli Njáll  13:16| 
link

Tony kallinn
Altaf gaman að kíkja á hinn mjög svo fróðlega vef frelsi.is. Þeir mega eiga það að lesendur komast alltaf að einhverjum nýjum heilögum sannleika í hvert skipti sem maður rambar þangað inn.
Þarna er grein um skattahækkanir vinstri manna. Og dæmið sem höfundur nefnir er TONY BLAIR. Þessi maður er nú ekki vinstrimaður fyrir fimmaura heldur miðjumoðskjaftaskur af verstu gerð. Og þá staðreynd að Tony sé miðjumaður en ekki vinstrimaður hefur maður margsinnis heyrt frá ungum sjálfstæðismönnum. T.d. var hann Ásgeir félagi minn mjög duglegur á tímabili að minna mig á það að Tony og einhverjir fleiri höfðu lýst yfir að vinstrimennskan væri dauð. En nú þegar frelsismönnum þykir hann hafa of háa skatta þá er hann að sjálfsögðu aftur orðinn vinstrimaður.
Svona vindhanaháttur þykir mér altaf jafn merkilegur.
Óli Njáll  11:31| 
link

NFVÍ.is
Ég skrifaði mína fyrstu frétt á nfvi.is um helgina, var að tilkynna 3.bekkjarprófið fyrir gettu betur. Varð reyndar að senda þetta á nafninu hennar Siggu þar sem ég hef engann aðgang að þessum vef. Ég verð að láta breyta því.
Óli Njáll  10:59| 
link

Veikindi
Af hverju er ég að blogga á þessum tíma? Ég ligg nefnilega heima og hef ekkert að gera. Búinn að vera með hita alla helgina og var skipað að vera heima í dag. Mér hundleiðist. Það eina sem er í sjónvarpinu er sund og fimleikar eru að fara að byrja.
Óli Njáll  10:56| 
link

Skjár einn
Ég horfði á tvo þætti á þeirri ágætu stöð skjá 1 í gær.
Skotsilfur. Ég horfði nú meira á þennan þátt til að sjá læriföður minn Björgvin heldur en af áhuga fyrir efninu. Björgvin stóð sig bara nokkuð vel í sínum fyrsta þætti. Hann mætti reyndar slaka aðeins á, var aðeins of stífur.
Silfur Egils. Þetta er einn af mínum uppáhaldsþáttum. Það er reyndar merkilegt hvað þátturinn er misjafn. Það var t.d. mjög gaman að sjá Helga Hjörvar rústa Guðlaugi Þór (Ég er sammála Siggu um að orðaforði mannsins mætti vera meiri). Að sama skapi var óheyrilega leiðinlegt að fylgjast með þessum tveim sem voru að tala um Dani og evruna, mig minnir að annar hafi heitað Eiríkur og hinn var einhver susari. Í þriðja lagi þótti mér gaman að sjá formann ungra framsóknarmanna. Þetta er nú meiri væskillinn. Sama hvað þeir Óli Björn og Karl th. baunuðu á bændaflokkinn þá reyndi hann varla að verja sig og sína menn. Já, framtíðin er björt hjá bændunum.
Óli Njáll  10:53| 
link

ÓL2000
Jæja, íslensku sundmennirnir halda áfram að standa undir öllum mínum væntingum í Sidney. Þetta eru stórfyndnar tölur þessi sæti sem þeir eru að ná. Eins og ég sagði um daginn það er nóg að senda okkar besta fólk. Ég tiltók sérstaklega Örn Arnarson en hann stóð sig með prýði í fyrstu grein sinni, 15. sæti, það kalla ég gott miðað við að þetta var ekki hans aðalgrein. Svo var ég að komast að því að það var víst annar sundmaður einhver Jakob Sveinsson sem náði líka upphaflega lágmörkunum fyrir leikana. Vonandi gerir hann eitthvað skemmtilegt. Hef reyndar aldrei heyrt á manninn minnst áður. Áfram Ísland.

Það virðist enginn vilja þýða þessa færeysku fyrir mig. Ætli ég fari ekki bara að leita að orðabók.
Óli Njáll  10:45| 
link
------------------




Powered by Blogger