Skjár einn
Ég horfði á tvo þætti á þeirri ágætu stöð skjá 1 í gær.
Skotsilfur. Ég horfði nú meira á þennan þátt til að sjá læriföður minn Björgvin heldur en af áhuga fyrir efninu. Björgvin stóð sig bara nokkuð vel í sínum fyrsta þætti. Hann mætti reyndar slaka aðeins á, var aðeins of stífur.
Silfur Egils. Þetta er einn af mínum uppáhaldsþáttum. Það er reyndar merkilegt hvað þátturinn er misjafn. Það var t.d. mjög gaman að sjá Helga Hjörvar rústa Guðlaugi Þór (Ég er sammála Siggu um að orðaforði mannsins mætti vera meiri). Að sama skapi var óheyrilega leiðinlegt að fylgjast með þessum tveim sem voru að tala um Dani og evruna, mig minnir að annar hafi heitað Eiríkur og hinn var einhver susari. Í þriðja lagi þótti mér gaman að sjá formann ungra framsóknarmanna. Þetta er nú meiri væskillinn. Sama hvað þeir Óli Björn og Karl th. baunuðu á bændaflokkinn þá reyndi hann varla að verja sig og sína menn. Já, framtíðin er björt hjá bændunum.
Óli Njáll 10:53| link
ÓL2000
Jæja, íslensku sundmennirnir halda áfram að standa undir öllum mínum væntingum í Sidney. Þetta eru stórfyndnar tölur þessi sæti sem þeir eru að ná. Eins og ég sagði um daginn það er nóg að senda okkar besta fólk. Ég tiltók sérstaklega Örn Arnarson en hann stóð sig með prýði í fyrstu grein sinni, 15. sæti, það kalla ég gott miðað við að þetta var ekki hans aðalgrein. Svo var ég að komast að því að það var víst annar sundmaður einhver Jakob Sveinsson sem náði líka upphaflega lágmörkunum fyrir leikana. Vonandi gerir hann eitthvað skemmtilegt. Hef reyndar aldrei heyrt á manninn minnst áður. Áfram Ísland.
Það virðist enginn vilja þýða þessa færeysku fyrir mig. Ætli ég fari ekki bara að leita að orðabók.
Óli Njáll 10:45| link
------------------