Toti
Þegar þú segist ætla að hringja aftur þá áttu að hringja aftur.
Óli Njáll 00:04| link
VG
Fór á VG fund í dag. Ég var bara rólegur í dag og tjáði mig lítið. Kunni ekki við að tala of mikið innan um fólk sem hefur verið á kafi í þessu í fleiri ár og gera mig að fífli á fyrsta fundi. (Ég held ég sé að verða háður tölvunni til að tjá mig).
Hvern hefði annars grunað að Johnny National súpukjöt með meiru yrði á staðnum. Jú, jú og var mun gáfulegri en í súpunni. Ekki það að hann á vissulega sína spretti í súpunni en dettur illa niður inn á milli að mínu mati. En hann hækkaði í áliti hjá mér í dag. Broskall handa Erpi.
Óli Njáll 00:03| link
------------------
10.9.00
Partý
Ætli maður kroti ekki nokkrar línur um þetta eins og flestir aðrir. Þetta var stuð, bara helvíti gaman. Næst mun ég þó mæta með áfengi með mér. Var reyndar búinn að fá mér smá bjór og tekíla viðbjóð áður en ég mætti. Ráðlegging til þeirra sem uppgötva það á síðustu stundu fyrir tekílaskot að þeir eiga ekki sítrónu "appelsínur gera ekki sama gagn". Annars komu fáir manni á óvart þarna í gær. Maður þekkti náttúrulega hluta af þessu liði fyrir og menn eins og Geirag og fleiri voru næstum alveg eins og maður bjóst við. (Hvernig getur nokkur maður verið búinn að stúdera tútturnar á Britney svona gersamlega í gegn) Flestir voru síðan bara skrítið og skemmtilegt fólk. (Ekki taka það illa að ég kalli einhveja skrítna, mér finnst venjulegt fólk óheyrilega leiðinlegt. )
Mér fannst bara vera kominn tími á greinarskil.
Verð að viðurkenna að maður varð reyndar nokkuð smeikur að horfa á samband skrattans og ömmu hans þróast þarna um kvöldið, hvert skipti sem ég sá þá nálægt hvor öðrum( ætti maður að segja hvort öðru, Gústi er farinn að lifa sig inn í ömmuhlutverkið þannig að það er spurning með kynið, sko :) ) þá voru þeir í faðmlögum.
Lokaorð: Þetta var fínt, gerum þetta aftur.
Óli Njáll 23:59| link
------------------