{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

16.9.00

Enn af Færeyingum
Ég var kanski full neikvæður í garð Færeyinganna hér um daginn. Ég var bara fúll yfir þessum tölvupóstnaugunum Bláa Krossins, sem að mínu mati eru samtök frá helvíti. Þetta eru örugglega bestu skinn þessir algerlega óþróuðu og ósjálfbjarga frændur okkar í suðrinu. Baldur er greinilega hrifinn af þessum BK samtökum og farinn að lesa stefnuskránna. Ég verð bara að viðurkenna að ég skil hana ekki, ég tala nefnilega ekki útlensku. Það væri gott ef Baldur myndi þýða hana yfir á skiljanlegt mál þó ekki væri nema undarleg orð eins og rúsdekka sem í mínum eyrum hljómar eins og stytting á rússneskum skriðdreka.
Óli Njáll  15:02| 
link

Áfram Stjarnan og Fylkir
Ég ligg á bæn og vona að kr verði ekki Íslandsmeistari í knattspyrnu. ÉG HATA kr.
Ég gleðst yfir því að mínir menn, Valsararnir, séu komnir aftur upp. Nú er bara að sjá hvað þeir gera að ári í efstu deild.
Óli Njáll  14:52| 
link

Sidney
Eitt sem ég hef aldrei skilið almennilega við Ólympíuleikana er þessi rosalega áhersla sem lögð er á sund. Halló, af öllum íþróttum. Sund er nú mér vitandi hvergi neitt voðalega vinsæl íþrótt, allavega þá eru þessir ólympíuleikar einu skiptin sem ég heyri um sundíþróttina erlendis. Annars finnst mér frjálsíþróttirnar eiginlega það eina sem vert er að horfa á á þessum leikum. Fótboltinn er hálf slappur enda allir yngri en 23 ára nema 3 í hverju liði, körfuboltinn er fáránlega ójöfn keppni enda bandarískur körfubolti í raun allt önnur íþrótt en evrópskur, Ísland er ekki með í handboltanum, og sund, júdó, blak, siglingar og fleiri ómerkilegar íþróttagreinar eru hreinlega hundleiðinlegar.
Óli Njáll  14:49| 
link

AHA
Gústi talar um hina sænsku AHA hljómsveit. Ég hélt nú að Morten Harket og félagar væru frá nágrannalandinu Noregi. Skiptir ekki máli þeir eru hvort sem er frábærir sérstaklega lagið Take on me. Það veit náttúrulega hver heilvita maður að Wham söng Wake me up before you go go.
Óli Njáll  08:52| 
link
------------------

15.9.00

NFVÍ.is
Vefur NFVÍ er ágætur. (Eins og venjulega nenni ég ekki að setja link.) Annars er gettu betur síðan alveg dauð. Ég verð að láta bæta úr því. Gústi fær skamm fyrir að vera ekki búinn að setja eitthvað skemmtilegt þar inn.
Óli Njáll  20:11| 
link

Ægir
Félagi og morgunhani Ægir ætlar að vinna með mér hálfan mánuð í viðbót á nesinu. Takk Ægir.
Óli Njáll  20:09| 
link

Bolti
Ég missi víst af firmakeppni Léttis á morgun. bömmer. Hið ósigrandi stórlið Nýkaups verður því án krafta minna þetta skiptið og er það skarð fyrir skyldi enda átti ég stórleiki um síðustu helgi og setti 3 mörk á Baugsmótinu. Ég er óheyrilega góður í fótbolta þótt ég sé 5-10 kílóum of þungur en það stendur til bóta. Fór í ræktina í dag og tók hrikalega á löppunum, núna get ég varla gengið verkjalaust. Já, kapp er best með forsjá.
Óli Njáll  20:07| 
link

Salmonella
Ég er ekki með salmonellu. bank,bank,bank, 7,9,13.
Óli Njáll  19:58| 
link

Blái krossinn
Ég hata mannakorn frá Bláa krossinum.
Óli Njáll  19:57| 
link
------------------

14.9.00

Blái krossinn
Hvaða asnakjálki skráði mig á einhvern lista hjá Bláa Krossinum í Færeyjum, sem er einhver sértrúarsöfnuður og er farinn að ónáða minn tölvupóst með jesu og guðs bulli. (Ásgeir Jóhannesson er að sjálfsögðu meðal grunaðra einstaklinga enda þekktur fyrir að skrá menn í undarleg samtök án vitneskju þeirra.) Annars skrifaði ég þessum samtökum bréf og sagði þeim að fara fjandans til, ég hata færeyinga enda eru þetta annars flokks þjóð og alveg misheppnaðir.
Annað sem mig langaði að tjá mig um er Kolbrún Halldórsdóttir. Hún er alveg út í hött. Nú er hún á móti hvalveiðum. Ég ætla rétt að vona að þessi manneskja verði ekki meira en eitt kjörtímabil á Alþingi. Það eru til margir mun frambærilegri vinstrimenn en þetta fyrirbæri.
Óli Njáll  17:59| 
link

Partý
Ég var að komast að því að ég er að fara í partý með Árna Hermanns í febrúar. Ég segi bara eins og Siggi Sigurjóns í Dalalífi "I love it".
Óli Njáll  17:38| 
link

Ölver
Í kvöld verður haldið á Ölver og þar mun maður fylgjast með Meistaranum Owen taka rúmenska bjána í r.... . Þetta verður vonandi mjög ójafnn og skemmtilegur leikur og spái ég 3-0 fyrir Liverpool nema ef heimamenn pakka í vörn þá endar leikurinn 1-1. Nú er bara að finna Owen búninginn og þá er maður til í slaginn.

You'll never walk alone
Óli Njáll  17:36| 
link
------------------

13.9.00

Hæstiréttur
Var Árni Kolbeinsson hæfasti umsækjandinn í starf hæstaréttardómara. Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst það nú hálf fyndið að þetta skuli vera einn af þeim sem hvað mest komu að því að semja kvótalögin á sínum tíma, (Tilviljun að hann skuli skipaður núna). Vissulega er maðurinn augljóslega bráðklár og með góðann bakgrunn fyrir starfið en ég hefði frekar viljað sjá héraðsdómarann Ingibjörgu Ben í starfið enda að mínu mati augljóslega hæfasti umsækjandinn. Og ég tek það fram að kynferði hefur ekkert með málið að gera enda jákvæð mismunun bull og vitleysa að mínu mati. Þessi ágæti umsækjandi hefur verið héraðsdómari í fjölmörg ár og að auki verið settur hæstaréttardómari um tíma. Þar með er hún með reynslu í þessu embætti sem hlýtur að skipta töluvert miklu máli. Annað sem ég virði mjög við þessa manneskju er það að hún skyldi upphaflega dæma Kio nokkurn Briggs í 7 ára fangelsi og leggja þannig grunninn að hertum refsingum í fíkniefnamálum, þó svo að Kio kallinn skyldi síðan sleppa.
Las greinina hans Björgvins um málið á frelsi og langar bara að benda á að dómar koma úr öllum áttum. Ef ég man rétt þá eru ekki nema 3 sem voru dómarar á lægri dómstigum áður þannig að fjölbreytni hæstaréttar væri áfram töluvert mikil þó að einum héraðsdómara hefði verið troðið þar inn.
Þar með er ég búinn að tjá mig um það og er farinn í karrýfisk hjá tengdó.
Óli Njáll  19:14| 
link

Flygenring
Já ég skrifaði nafnið hans Gústa rétt í þetta skiptið. Það er ekki algengur atburður. En þetta stafar af því að Gústi á skilið broskall fyrir að hafa reddað okkur pizzum í gær. Reyndar er ég þegar farinn að sakna gamla styrktaraðilans okkar, Dominosi því ótrúlegt en satt þá er hann mun betri en litli, löngudauði Rómarkeisarinn.
Óli Njáll  17:03| 
link

Bleikt límonaði
Smakkaði áðan bleikt límonaði frá Tesco í vinnunni. Þetta var einhver sá dísætasti og væmnasti gosdrykkur sem ég hef smakkað lengi. Ég held samt að hann sé góður sem bland og ætla að prófa það einhverntímann.
Óli Njáll  17:00| 
link

Vælandi íhaldið
Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn hér í borg vera svolítið að skíta á sig þessa dagana. Ástæða: Væl yfir menningarnóttinni. Þetta hreinlega skil ég ekki. Ég held að allir geti verið sammála um að menningarnóttin var geysilega vel heppnuð í ár enda mættu um 50000 manns í bæinn þennan dag. Það er bara nokkrum tugum þúsunda meira en mættu samanlagt á kristnihátíð og þetta kostaði nokkur hundruð miljónum minna en hún. Það kalla ég bara ágætis árangur hjá aðstandendum menningarnætur. Vissulega voru það fyrirtæki borgarinnar sem borguðu hluta af brúsanum það hefur altaf verið vitað en hvaða máli skiptir það. Þetta svekkelsi í sjálfstæðismönnum yfir því að hafa tapað fyrir Sollu ekki bara einu sinni heldur tvisvar er greinilega að fara með þá á taugum.
Ég vil taka það fram að ég er mjög ánægður með það að sjálfstæðismenn sitji ekki auðum höndum í minnihluta heldur reyni að láta gott af sér leiða en menn eiga ekki að kvarta yfir öllu sem andstæðingurinn gerir, það er alveg út í hött.
Óli Njáll  16:58| 
link
------------------

11.9.00

97,7
Ég er ánægður með þessa nýju stöð á þeirri merku bylgjulengd er áður varpaði út sendingum X-ins sem ég hafði nú ekkert altof miklar mætur á. Þessi nýja stöð spilar mjög svo góða tónlist á köflum en það verður að viðurkennast að hún er alger hörmung annað slagið.

Topp 5 útvörpin

1. Gull 90,9. Klassísk og hreint út sagt frábær. Eini staðurinn þar sem maður heyrir reglulega í Gerry and the pacemakers og fleiri góðum sveitum.
2. Létt 96,7. Elton John, George Michael og fleiri hommar klikka ekki.
3. Útvarp Saga 94,3. Ísland er land þitt. Það er ótrúlegt hvað við fámenna þjóðin á endimörkum hins byggilega heims erum hreint út sagt frábær. Hvernig væri það ef forfeður okkar hefðu áfram búið í Noregi en ekki hrökklast til Íslands. Þá værum við óumdeilanlega stórveldi og ekki aðeins miðað við höfðatölu.
4. Rás 2. Stendur altaf fyrir sínu. Hvítir mávar með grátt í vöngum í rokklandi. Áfram RÚV, enga einkavæðingu takk fyrir.
5. 97,7. Ég man ekki einu sinni hvað hún heitir en hún er góð.

Þessi upptalning var í boði Verktakaþjónustu Óla Njáls Ingólfssonar Sími: 5577404
Óli Njáll  16:57| 
link

Gul gúmmíönd
Mér finnst þessi gula litla gúmmíönd falleg.
Annars fær gústi fulgi 1 stig fyrir að svara spurningu minni rétt um zetuna. Hann leynir á sér rauðkollurinn. Ég ætla einnig að gefa Fligerung kredit fyrir að gefast ekki upp á statíkinni sinni þó að hún sé algert bull. Þrjóska er nauðsynlegur hlutur.

Óli Njáll  16:38| 
link

Alltaf
Áður en ég fæ póst um stafsetninguna mína. Þá veit ég að ég skrifaði altaf en ekki alltaf í síðustu grein. En ég bara nennti ekki að laga það.
Óli Njáll  00:11| 
link

Einn og yfirgefinn
Við Sigga og Gústi amma fengum okkur pulsu í gærkveldi á BB. Þá var bara verið að rífa húsið við hliðina, halló halló. Ekki sáttur. Nú stendur BB bara eins og álfur út úr hól einn og yfirgefinn úti á götu eins og einmanna gamall bóndi frá Bakkafirði með enga pípu og ekkert í vörinni. En samt alltaf nóg að gera og altaf bestur. Lifi Bæjarins Bestu.
Á ekki að vera einhver zeta í þessu. Þeir sem vita sendið mér póst.
Óli Njáll  00:09| 
link

Toti
Þegar þú segist ætla að hringja aftur þá áttu að hringja aftur.
Óli Njáll  00:04| 
link

VG
Fór á VG fund í dag. Ég var bara rólegur í dag og tjáði mig lítið. Kunni ekki við að tala of mikið innan um fólk sem hefur verið á kafi í þessu í fleiri ár og gera mig að fífli á fyrsta fundi. (Ég held ég sé að verða háður tölvunni til að tjá mig).
Hvern hefði annars grunað að Johnny National súpukjöt með meiru yrði á staðnum. Jú, jú og var mun gáfulegri en í súpunni. Ekki það að hann á vissulega sína spretti í súpunni en dettur illa niður inn á milli að mínu mati. En hann hækkaði í áliti hjá mér í dag. Broskall handa Erpi.
Óli Njáll  00:03| 
link
------------------

10.9.00

Partý
Ætli maður kroti ekki nokkrar línur um þetta eins og flestir aðrir. Þetta var stuð, bara helvíti gaman. Næst mun ég þó mæta með áfengi með mér. Var reyndar búinn að fá mér smá bjór og tekíla viðbjóð áður en ég mætti. Ráðlegging til þeirra sem uppgötva það á síðustu stundu fyrir tekílaskot að þeir eiga ekki sítrónu "appelsínur gera ekki sama gagn". Annars komu fáir manni á óvart þarna í gær. Maður þekkti náttúrulega hluta af þessu liði fyrir og menn eins og Geirag og fleiri voru næstum alveg eins og maður bjóst við. (Hvernig getur nokkur maður verið búinn að stúdera tútturnar á Britney svona gersamlega í gegn) Flestir voru síðan bara skrítið og skemmtilegt fólk. (Ekki taka það illa að ég kalli einhveja skrítna, mér finnst venjulegt fólk óheyrilega leiðinlegt. )
Mér fannst bara vera kominn tími á greinarskil.
Verð að viðurkenna að maður varð reyndar nokkuð smeikur að horfa á samband skrattans og ömmu hans þróast þarna um kvöldið, hvert skipti sem ég sá þá nálægt hvor öðrum( ætti maður að segja hvort öðru, Gústi er farinn að lifa sig inn í ömmuhlutverkið þannig að það er spurning með kynið, sko :) ) þá voru þeir í faðmlögum.
Lokaorð: Þetta var fínt, gerum þetta aftur.
Óli Njáll  23:59| 
link
------------------




Powered by Blogger