1000
Ég er nú svo lítil sál í mér að ég fagna nú 1000. heimsókninni á síðuna mína. Kanski ekki mikið en áfangi engu að síður.
Óli Njáll 16:37| link
VG
Þá eru VG menn búnir að borða til ungliðafundar. Ef áhugasamir lesendur hafa áhuga á að mæta þá er hann á sunnudaginn klukkan fjögur. Ég er ekki að gera neitt þennan dag þannig að kanski skelli ég mér bara á fundinn. Menn ætla víst að ræða einhver evrópumál og undirbúa ungliðastarf. Annars er ég á móti þessu ESB bákni í brussel sem mun ekki skila okkur miklu að ganga í. Ég sé ekki af hverju Íslendingar eiga að fara út í peningafluttninga til Grikklands og suður Ítalíu. Við höfum nóg við þá að gera sjálfir. Auk þess sem heimurinn er meira en bara evrópa og óþarfi að einblína á hana. Þjóðir eins og Sviss og Noregur sem eru með ríkustu þjóðum álfunar hefur líka vegnað ágætlega utan sambandsins. Á næstu árum munu allar austur evrópuþjóðirnar svo væntanlega hrinja inn í ESB og þá munu enn meiri peningar taka að streyma frá NV evrópu til fátækra jaðarsvæða.
Annars nenni ég ekki að tjá mig ítarlegar um þetta. Það nennir hvort sem er enginn að lesa slíkan pistil.
Óli Njáll 16:35| link
------------------
3.9.00
Frakkinn og flautan
Landsleikurinn var áfall, enn eitt tap gegn dönum. Ástæður, hver veit? Íslendingar voru bara lélegir og danir reyndar litlu skárri. Þetta var í raun alveg hundleiðinlegur leikur. Besta leiðin til að mótmæla veru Li Pengs á Íslandi hefði verið að draga hann á þennan leik og neyða hann til að horfa á hann allt til loka.
Franski dómarinn fær heiðursstimpillinn Bjáni septembermánaðar hjá mér og aðeins 2 dagar liðnir af mánuðinum en ég efast um að önnur eins heimska sjáist í bráð. Brynjar Björn kom varla nálægt Danatruntunni(sem er víst að hluta til íslendingur) og alls ekki við hann. Þetta var meiri brandari en Graham Poll í leik Arsenal og Liverpool á dögunum.
Sigríður amma hennar Siggu á afmæli í dag. Til hamingju amma.
Óli Njáll 19:17| link
------------------