{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

7.9.00

Sidney
Ég las leiðarann hans Björgvins hrekkjusvíns um ólympíuleikana og fékk mikla tjáningarþörf í kjölfarið. Verða íslensku sundkeppendurnir sendir heim? Ég verð að viðurkenna að ég myndi ekki syrgja það mikið. Ég sé ekki tilganginn í því að vera að senda fleiri fleiri óhæfa sundmenn á leikana til þess eins að detta út í fyrstu umferð. Ok,.þeir náðu einhverjum b lágmörkum en halló þessi mörk eru sett til þess að þjóðir eins og Eritrea og Gabon geti átt keppenda á leikunum. Við eigum að hafa meiri sjálfsvirðingu en þetta. Það er alveg nóg að senda aðeins okkar besta fólk t.d. Örn Arnarson. Fólk sem rétt slefar b lágmörkin verður landi og þjóð ekki til nokkurs sóma. Og hana nú.
Óli Njáll  23:22| 
link

Owen
Áður en ég sofna þá ætla ég bara að hlæja aðeins að þeim fávísu mönnum sem sögðu fyrir tímabilið að Michael Owen væri meiðslahundur og búinn að vera. hahaha
Óli Njáll  14:47| 
link

Hvorki fugl né fiskur
Þessi dagur er hörmung. Mér líður ekki vel, svaf illa og fór heim úr vinnunni klukkan 13. Merkilegt hvað sumir dagar geta verið ömurlegir. Ég held ég fari bara að sofa í 100 ár.
Óli Njáll  14:45| 
link
------------------

6.9.00

Morð
Ég er sjokkeraður. Einhver afglapi á Rás 2 búinn að fá þá hugmynd að slátra Hvítum mávum, (já bara skjóta þá niður sí svona og láta þá drepast á jörðinni.) Svona fólk á að loka inni á einhvers konar stofnun. Gestur Einar er hreinlega langbesti útvarpsmaður landsins að mínu mati og ég veit að stór hluti þjóðarinnar er sama sinnis. Það væri því algert hneiksli ef þessar áætlanir næðu fram að ganga. Það sem gerir Gest Einar langbestan er það að hann veit hvað hann er að segja öfugt við flesta aðra útvarpsmenn á landinu í dag sem oft á tíðum vita ekki neitt í sinn haus og röfla bara eintómt bull. (Samanber gaurinn sem hélt að R.E.M. væri frá fyrrum ráðstjórnarríkinu Georgíu. En fyrir þá sem ekki vita eru þeir frá Georgíu í Bandaríkjunum, smá munur).
Ég mótmæli.
Óli Njáll  17:46| 
link
------------------

5.9.00

Adamkus
Hvernig er það, er Adamkus á landinu? Mig minnir að ég hafi lesið það einhvers staðar og þessir litánsku fánar sannfæra mig um það.
Annars skil ég ekki menn sem skrifa á síðuna sína eitthvað sem aðeins örfáir skilja en meirihluti fólks fattar ekkert t.d. skrifaði gústi fulgi eitthvað á þessa leið "3 grísir bjartir tímar framundan, skilji þeir sem eiga að skilja". Svona fer hrikalega í taugarnar á mér þar sem ég er því miður alltof forvitinn maður. Ég hætti bara að lesa Gústa í refsingarskini.
Óli Njáll  18:11| 
link
------------------

4.9.00

Bullari nr.1
Einhver Ragnar sem er ekki einu sinni á naggnum kallar mig baugsmann nr.1 og lifi Hagkaup.
Sumir eru fyndnari en aðrir.
Ég kalla hann nú bara bullara nr.1 og óska honum til hamingju með top shop sokkana sína :)
Óli Njáll  16:39| 
link

1000
Ég er nú svo lítil sál í mér að ég fagna nú 1000. heimsókninni á síðuna mína. Kanski ekki mikið en áfangi engu að síður.
Óli Njáll  16:37| 
link

VG
Þá eru VG menn búnir að borða til ungliðafundar. Ef áhugasamir lesendur hafa áhuga á að mæta þá er hann á sunnudaginn klukkan fjögur. Ég er ekki að gera neitt þennan dag þannig að kanski skelli ég mér bara á fundinn. Menn ætla víst að ræða einhver evrópumál og undirbúa ungliðastarf. Annars er ég á móti þessu ESB bákni í brussel sem mun ekki skila okkur miklu að ganga í. Ég sé ekki af hverju Íslendingar eiga að fara út í peningafluttninga til Grikklands og suður Ítalíu. Við höfum nóg við þá að gera sjálfir. Auk þess sem heimurinn er meira en bara evrópa og óþarfi að einblína á hana. Þjóðir eins og Sviss og Noregur sem eru með ríkustu þjóðum álfunar hefur líka vegnað ágætlega utan sambandsins. Á næstu árum munu allar austur evrópuþjóðirnar svo væntanlega hrinja inn í ESB og þá munu enn meiri peningar taka að streyma frá NV evrópu til fátækra jaðarsvæða.
Annars nenni ég ekki að tjá mig ítarlegar um þetta. Það nennir hvort sem er enginn að lesa slíkan pistil.
Óli Njáll  16:35| 
link
------------------

3.9.00

Frakkinn og flautan
Landsleikurinn var áfall, enn eitt tap gegn dönum. Ástæður, hver veit? Íslendingar voru bara lélegir og danir reyndar litlu skárri. Þetta var í raun alveg hundleiðinlegur leikur. Besta leiðin til að mótmæla veru Li Pengs á Íslandi hefði verið að draga hann á þennan leik og neyða hann til að horfa á hann allt til loka.
Franski dómarinn fær heiðursstimpillinn Bjáni septembermánaðar hjá mér og aðeins 2 dagar liðnir af mánuðinum en ég efast um að önnur eins heimska sjáist í bráð. Brynjar Björn kom varla nálægt Danatruntunni(sem er víst að hluta til íslendingur) og alls ekki við hann. Þetta var meiri brandari en Graham Poll í leik Arsenal og Liverpool á dögunum.
Sigríður amma hennar Siggu á afmæli í dag. Til hamingju amma.
Óli Njáll  19:17| 
link
------------------




Powered by Blogger