{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

19.8.00

Dyggð
Dyggð er þolinmæði.


Bara að sjá hvort mogginn steli þessu bulli líka.
Óli Njáll  21:40| 
link

Alfreð
Hvað er Alfreð Þorsteinsson að blaðra um landsmálapólitík. Ef ég man rétt þá afneitaði fransóknarflokkurinn honum algerlega í prófkjöri fyrir síðustu kosningar þannig að hans álit skiptir væntanlega ekki mjög miklu máli.
Annars er maddaman Halldór Ásgrímsson altaf jafn merkilegur selur. Hann var geisilega ákveðinn og skeleggur í viðtali við sjónvarpið í kvöld um sölu á ljósleiðarakerfinu. Hann var hlyntur því að selja ef það væri betra og hlyntur því að selja ekki ef það væri betra. Altaf gott að vita að leiðtogar þjóðar vorrar séu búnir að kynna sér hlutina vel og hafi allt á hreinu.
Samt sem áður er það merkilegt með vora þjóð að hún virðist aldrei ætla að sjá í gegnum framsóknarflokkinn og samkvæmt skoðanakönnunum er hann aftur kominn upp í 18% fylgi.(mjög sorgleg staðreynd). Og hvað hefur hann gert til að verðskulda þessi 18%. Hann hefur altaf verið úti á þekju allt ríkisstjórnarsambandið út í gegn. Reyndar er náttúrulega hægt að segja flokknum til tekna að í fáum flokkum er staða kvenna jafn góð, eða helmingur ráðherraliðsins. En ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að karlmennirnir í flokknum eru algerlega óhæfir.
Eftir miklar pælingar er mér orðið fullljóst að íslendingar eru allir bændur í eðli sínu. Aðra skýringu get ég ekki fundið á tilveru framsóknarflokksins.
Óli Njáll  21:39| 
link

Boltablogg
Liverpool komið 3 stigum á undan MU og Arsenal í dag. Gaman gaman. Að vísu á MU eftir að spila en hvað með það. Ég verð að viðurkenna að það kom mér algerlega í opna skjöldu að Heskey skyldi skora sigurmarkið gegn Bradford en eins og segir í laginu "ævintýrin enn gerast". Maðurinn var nú ekkert altof góður í fyrra. Stundum fannst manni eins og hann ætti í einhverju ástarsambandi við hornfánann á vellinum, hann var alltaf úti á kanti og aldrei inni í teignum enda voru mörkin teljandi á fingrum annarar handar (eða beggja ég man það ekki alveg). En batnandi mönnum er best að lifa og megi titillinn enda á Anfield í vor.
Óli Njáll  21:28| 
link
------------------

18.8.00

Stórþjófnaður
Ég er sannfærður um að blaðamenn moggans lesa síðuna mína. Allavega stal einn þeirra setningunni "Þolinmæði er dyggð" frá mér um daginn og notaði í fyrirsögn um leikinn Ísland vs. Svíþjóð.
Óli Njáll  19:49| 
link

Bullur
Ég vil hvetja alla til að skrá sig í bulluklúbb
Fc Diðriks. Þessi klúbbur er hrein snilld af stefnuskránni að dæma. Akkúrat eitthvað sem vantað hefur lengi í íslenska knattspyrnumenningu, alvöru bullur.
Annars er ég orðinn heltekinn af spennu fyrir morgundaginn. Búinn að taka þátt í fantasia á Sky og kaupa miða í 1X2. Ég er byrjaður að telja niður.
Óli Njáll  19:45| link

1 dagur
Ég er búinn að fá nóg af neikvæðni og sný mér að skemmtilegri hlutum.
Á morgun byrjar enski boltinn. Reyndar er Liverpool ekki sýnt en það er fótbolti engu að síður. Ég elska fótbolta. Á veturna haga ég mér eins og gyðingur og held laugardaga hátíðlega. Það er fátt betra en að hlamma sér fyrir framan sjónvarpið með kók og popp og sitja eins og klessa í 2 klukkutíma og ef LFC er að keppa þá er hrein hátíð hjá mér. Þá fer maður að sjálfsögðu í hátíðarbúninginn nr. 10 og setur The best of Gerry and the pacemakers í spilarann. Svo þegar Liverpool skorar og vinnur leiki þá spilar maður You never walk alone á hæsta styrk til að ergja Arsenalaðdáann nágranna minn (sem heitir reyndar líka Óli og er kallaður Óli uppi). Já, enski boltinn er óumdeilanleg snigld.
Óli Njáll  16:00| 
link

Ómaginn skrifar
Það er merkilegt hvað
sumir taka gagnrýni illa og geta ekki svarað fyrir sig án þess að kalla menn einhverjum uppnefnum. Þegar menn eru á annað borð komnir út í þannig skrif er augljóst að öll rök eru fyrir löngu á þrotum og viðkomandi ekki þess verður að eyða fleiri orðum í hann. Hann Geir má eiga það að hann nálgaðist málið á mun skynsamlegri hátt. Takk fyrir Geir.
Einhver var að gefa í skin að sigga skrifaði í mínu nafni. Ég vil bara benda á að ég er fullfær um að skrifa mínar greinar sjálfur og hún sínar í eigin nafni.
Hvað er annars í gangi með fólk í umferðinni núna. Enn eitt banaslysið. RIP.
Óli Njáll  08:37| link
------------------

17.8.00

Ísland úr Nató og herinn burt
Fyrir nokkrum dögum barst mér í pósti merkilegt rit. Nefnilega Dagfari, tímarit samtaka herstöðvaandstæðinga. Það sem er nú merkilegast í málinu er það að ég hef aldrei skráð mig í þetta ágæta félag og skil því ekki hví þeir senda mér þetta blað sitt. Mér þótti frekar merkilegt að þegar ég fór að fletta þessu blaði sé ég að aðstandendur blaðsins eru að mestu leiti fyrrum Gettu betur meistarar m.a. tvíburarnir Ármann og Sverrir og Stefán Pálsson. Það er því heilmikil viska í þessu blaði.
Það var nú gaman að fá þetta blað óumbeðinn enda er ég herstöðvarandstæðingur og eindreginn stuðningsmaður friðar í heiminum. Ég segi því að lokum:Ísland úr Nató, herinn burt. Ísland úr Nató, herinn burt. Ísland úr Nató, herinn burt......
Óli Njáll  15:34| 
link

Enn af Rakel og félögum
Ég er alveg sammála honum
geirag um að maður á ekki að dæma gáfnafar fólks eftir útliti. Aftur á móti finnst mér það eðlilegasti hlutur í heimi að ungfrú Rakel geti útskýrt nám sitt á íslensku. Þetta var nú örugglega ekki í fyrsta skipti sem hún hefur fengið þessa spurningu á íslensku. Vinir, fótboltafélagar og fjöskylda hafa eflaust spurt u.þ.b. 2548 sinnum þessarar spurningar. Kanski hefur hún líka svarað þeim:"samskiptaöööaaaiiiööö eitthvað." Að auki finnst mér hann Geir kallinn gera full mikið úr aðstæðum. Umgjörðin í kringum Djúpu laugina er frekar einföld og afslöppuð og manneskja sem hefur leikið einhvern slatta af knattspyrnuleikjum í efstu deild ásamt landsleikjum ætti nú að geta höndlað pressuna.
Reyndar vil ég benda á að ég er ekki að segja að Rakel Ögmundsdóttir sé heimsk manneskja. Hún virkar bara heimskulega á mig.
Óli Njáll  15:25| link

Skítkast
Árni georgs sem kennir sig við Hulk(merkilegt val hjá honum) var ekki sáttur við gagnrýni sem sett var fram á Rakeli Ögmundsdóttur. Það var alveg merkilegt hvað þessi pistill hans geislaði af rökleysu. Meðal annars kemur hann inn á námið hjá stúlkunni sem er samkvæmt honum samskipta eitthvað. Ég fyrirgef Árna fullkomlega fyrir það að muna þetta ekki alveg rétt en mér hefði fundist ágætt ef Rakel sjálf hefði munað hvað hún var að læra því hún sagði næstum orðrétt: "Þetta er svona samskipta ööö,aaa,ööö." Ég tek reyndar undir þá skoðun hans að þetta var ágætlega flott dama en sættum okkur við staðreyndir. Það er ekki sjálfgefið að fegurð og gáfur fari saman sama þó að við vissulega vildum það. Annars er það merkilegt hvað fólk eins og Árni á erfitt að sætta sig við það að fólk hefur mismunandi skoðanir á hlutunum og þá staðreynd að í sumum málum er ekki til neinn einn sannleikur.
Óli Njáll  08:39| 
link
------------------

16.8.00

Bjánar
Ég held að forstjóri Nýkaups sé eitthvað ruglaður maður. Ok dæmið er svona. Ég vinn í áfyllingu hér í búðinni á nesinu. Þetta er skítavinna og liggur við að maður velti sér upp úr drullu á daginn. Ég mæti í venjulegum fötum. Notuðum æfingabuxum og Nýkaups stuttermabol og sandölum. Þægileg föt. Svo fæ ég þau skilaboð að ofan að forstjóranum finnist ég EKKI NÓGU FÍNT KLÆDDUR. Hvað er maðurinn að meina. Heldur hann virkilega að ég ætli að mæta í Hugo Boss jakkafötunum mínum í vinnuna. Eða eins og góður maður sagði :"Ég held að hann sé eitthvað klikk".
Óli Njáll  08:45| 
link
------------------

15.8.00

Vinnublogg
Ömurlegur titill, já ég veit það.
Núna er dóttir verslunarstjórans farin að vinna með mér á morgnanna hér á nesinu. Þetta hefur sína kosti og galla. Aðalkosturinn er sá að nú minkar vinnuálagið á mér um 50%. Einnig er maður nokkuð öruggur um að verslunarstjórinn kvartar ekki mikið yfir áfyllingunni hjá okkur. Á móti kemur að nú get ég ekki talað illa um stjórann í vinnunni. Þetta eru hrikaleg örlög.
Óli Njáll  08:29| 
link
------------------

14.8.00

Halda í trúnna
Keeping the faith er stórgóð mynd. Norton og Stiller standa sig vel sem trúarleiðtogarnir og handritið er gott, létt og fyndið. Það sem stendur þó upp úr er Jenna Elfman. Mér finnst þessi leikkona stórglæsiglæsiglæsileg. Hún hífir myndina upp í 3 og hálfa stjörnu. Einnig var gaman að sjá Milos Forman leika prest.
Óli Njáll  21:53| 
link

Bændaflokkurinn
Merkileg grein í DV í dag um það hverjir eru líklegir til að berjast um varaformannsembætti framsóknarflokksins. Samansafn af aulum. Fyrir utan einn og hér með lýsi ég yfir fullum stuðningi við Guðna Ágústsson sem næsta varaformann Bændaflokksins. Guðni er nefnilega eini maðurinn með viti þarna. OK, hann er bóndadurgur, karlremba og útlendingahatari en hvað með það. Hann er allavega ekki að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Aðrir kandídatar eru heldur ekkert altof beisnir.
1. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum kommi á Vestfjörðum. Maður sem var ekki viss hvort hann ætlaði í bændaflokkinn eða VG þegar Alþýðubandalagið var að deyja.
HALLÓ, er einhver heima.
2. Siv Friðleifsdóttir. Er virkilega ekki nóg að þurfa að lifa með það að hafa tapað kosningum gegn Finni Ingólfssyni yfirþumba og hálfvita. Auk þess sem hún hefur staðið sig að mínu mati herfilega sem umhverfisráðherra. Og í þokkabót hefur hún breyst úr mótorhjólagellu í gamaldags kellingu í buxnadrögtum.
3. Hjálmar Árnason var víst líka nefndur til sögunnar. Of fjarstæðukennt til að eyða orðum í að ræða það.
Óli Njáll  21:48| 
link
------------------

13.8.00

Boltagleði
MU að tapa 2-0 fyrir Chelsea þegar þessi orð eru skrifuð. Alltaf jafn gaman að sjá brjálæðinginn fá rautt spjald og sjá beljurnar tapa. Ég held ég haldi upp á þetta og bjóði
Siggu upp á ís.
Stórmennið Hallur Örn , góðvinur minn á afmæli á morgun og ef ég skildi gleyma því þá segi ég bara: "Til hamingju Hallur".
Annars vil ég bara taka það fram að ég dáist að skákmönnum.
Óli Njáll  16:54| link
------------------




Powered by Blogger