Halda í trúnna
Keeping the faith er stórgóð mynd. Norton og Stiller standa sig vel sem trúarleiðtogarnir og handritið er gott, létt og fyndið. Það sem stendur þó upp úr er Jenna Elfman. Mér finnst þessi leikkona stórglæsiglæsiglæsileg. Hún hífir myndina upp í 3 og hálfa stjörnu. Einnig var gaman að sjá Milos Forman leika prest.
Óli Njáll 21:53| link
Bændaflokkurinn
Merkileg grein í DV í dag um það hverjir eru líklegir til að berjast um varaformannsembætti framsóknarflokksins. Samansafn af aulum. Fyrir utan einn og hér með lýsi ég yfir fullum stuðningi við Guðna Ágústsson sem næsta varaformann Bændaflokksins. Guðni er nefnilega eini maðurinn með viti þarna. OK, hann er bóndadurgur, karlremba og útlendingahatari en hvað með það. Hann er allavega ekki að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Aðrir kandídatar eru heldur ekkert altof beisnir.
1. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum kommi á Vestfjörðum. Maður sem var ekki viss hvort hann ætlaði í bændaflokkinn eða VG þegar Alþýðubandalagið var að deyja.
HALLÓ, er einhver heima.
2. Siv Friðleifsdóttir. Er virkilega ekki nóg að þurfa að lifa með það að hafa tapað kosningum gegn Finni Ingólfssyni yfirþumba og hálfvita. Auk þess sem hún hefur staðið sig að mínu mati herfilega sem umhverfisráðherra. Og í þokkabót hefur hún breyst úr mótorhjólagellu í gamaldags kellingu í buxnadrögtum.
3. Hjálmar Árnason var víst líka nefndur til sögunnar. Of fjarstæðukennt til að eyða orðum í að ræða það.
Óli Njáll 21:48| link
------------------
13.8.00
Boltagleði
MU að tapa 2-0 fyrir Chelsea þegar þessi orð eru skrifuð. Alltaf jafn gaman að sjá brjálæðinginn fá rautt spjald og sjá beljurnar tapa. Ég held ég haldi upp á þetta og bjóði Siggu upp á ís.
Stórmennið Hallur Örn , góðvinur minn á afmæli á morgun og ef ég skildi gleyma því þá segi ég bara: "Til hamingju Hallur".
Annars vil ég bara taka það fram að ég dáist að skákmönnum.
Óli Njáll 16:54| link
------------------