{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

11.8.00

Dallur dauðans
Ragnar og Ásgeir komust um borð í
dallinn, sjálfkjörnir. Til hamingju strákar.
Óli Njáll  22:09| link

KÓSÝ
Húsgagnaverzlunin Kósý er besta búð bæjarins og ég hvet alla sem eru í húsgagna eða rúmaleit að kíkja þar við hjá Skúla og félögum. Þeir eru í Síðumúlanum við hliðina á Tal.
Óli Njáll  21:51| 
link

Sætir hommar

Samkvæmt Sigrúnu samstarfskonu minni eru allir sætir karlmenn hommar. Ég segi nú bara eins og Jón Sigurðsson forðum "Ég mótmæli í nafni konungs...." og vona að þið mótmælið allir.
Þar hafið þið það.

Hvernig væri annars að taka Gaua Þórðar í dýrlingatölu???
Óli Njáll  21:48| 
link

Þolinmæði

Þolinmæði er dyggð.
Óli Njáll  08:46| 
link
------------------

10.8.00

PIZZASTAÐARAFGREIÐSLUFÓLK

Eftir að hafa haft Dominos sem styrktaraðila í 4 ár og þar af leiðandi pantað slatta af pizzum frá þeim þá hélt ég að ég hefði kynnst öllum útgáfum af hálfvitum. Starfsfólk Dominos er í flestum tilfellum ekkert alltof gáfað. Núna áðan ákvað ég að hringja í Pizza 67 svona til að fá smá tilbreytingu. Starfsfólk þeirra er jafnvel enn heimskara. Málið er að ég spyr hvort að þau taki kreditkort ef maður pantar pizzu í heimsendingu. Og afgreiðslustúlkan svarar orðrétt "kreditkort, er það svona Visa?"
HALLÓ
Óli Njáll  21:37| 
link

Meiri kokteilar
Fyrst ég er byrjaður að tala um kokteila þá ætla ég hér að byrta lista yfir verstu kokteila sem ég þekki.

1. Pina Colada. Þessi drykkur er hreinn viðbjóður. Reyndar held ég að ég hafi ekki fengið ekta Pina Colada þegar ég smakkaði þetta úti á Krít fyrr í sumar. Þessi drykkur bragðaðist allavegana eins og vodki í nýmjólk með smá kókosdrullu út í.
2. Bloody Mary. Sá sem bjó til þennan drykk hlýtur að hafa ætlað að eitra fyrir einhverjum.
3. Dry Martini. Eftir að hafa smakkað þennan drykk þá varð James Bond að ennþá meiri hetju í mínum augum.
Óli Njáll  15:59| 
link

Hrollur
Teiknimyndapersónan Hrollur er hrein snilld. Ég á tvær bækur um þennan fræknasta víking samtímans og held ég kaupi mér fleiri. Það er sérstaklega gott eintak í DV í dag, (10. ágúst). Hrollur er því farinn að komast nálægt því að veita Garfield samkeppni um að vera uppáhalds teiknimyndafígúran mín.
Annars er ég að spá hvort ég ætti að fara lesa Harry Potter. Það eru hreinlega allir að lesa þessar bækur. Ég er reyndar þekktur fyrir mikla þrjósku og þörf fyrir að vera á móti ýmsum hlutum þannig að ég held ég bíði allavegana í mánuð enn áður en ég glugga í potterinn.
Óli Njáll  15:53| 
link

Kokteilar
Kerlingakokteilar eru bestir og helst vil ég hafa þá með stjörnuljósi og sólhlíf.
Topp 3.
1. Strawberry Daquiri
2. Margarita
3. Pink Lady

Takk fyriri
Óli Njáll  08:13| 
link
------------------

9.8.00

Bless bless Majer og vottar Jehóva
Erik kallinn Maier að fara heim til Hollands eftir frekar dapurt ár hjá Liverpool. Ég syrgi hann ekki mikið, sóknarmenn eiga að mínu mati að skora meira en 0 deildarmörk á tímabili. Hann má reyndar eiga það að hann lagði sig ávallt allan fram og afsannaði þar með máltækið að vilji sé allt sem þarf.
En snúum okkur að öðru. Vottar Jehóva eru merkilegt fólk. Almenningsálitið á þeim er svona að þeir séu kolklikkaðir bókstafstrúarmenn sem fari eftir vilja guðs í einu og öllu. Þetta hélt ég líka. En Palli vottur hefur breytt hugsanagangi mínum. Palli þessi vinnur við það að skúra úti á Eiðistorgi þar sem ég vinn. Þetta er svona venjulegur trúarbullari. Feitur undarlegur kall sem getur ekki talað almennilega. Svona kall sem maður bjóst við að myndi aldrei ná sér í kvenmann Enn Palli kom mér á óvart og náði sér í gullfallega konu. Hann einfaldlega gerði eins og aðrir furðufuglar sem eru orðnir desperat að ná í kvenmann og fór til 3 heimsins og fann eina 15 árum yngri en hann sjálfur. Nú hef ég misst allt álit á vottum jehóva. Þetta eru ekki kolklikkaðir bókstafstrúarmenn heldur bara kolklikkað samansafn af vitleysingum og vandræðafólki. Ég lýsi frati á
sértrúarsöfnuði.
Óli Njáll  20:54| link
------------------

8.8.00

Heimdallur
Tommi vinur minn átti afmæli í gær. Til hamingju Tommi.
Heimdallskosningar eru víst á næsta leiti. Þar eru tveir vinir mínir Ragnar Jónasson og Ásgeir Jóhannesson að bjóða sig fram í stjórn. Þar sem ég er antiheimdellingur get ég ekki kosið þá en fyrir þá heimdellinga sem lesa þetta þá mæli ég hiklaust með þeim. Annars finnst mér Heimdallur frekar tilgangslaust félag og SUS í heild sinni. Þessir menn segjast vera sjálfstæðismenn en eiga í raun ekkert sameiginlegt með forystu flokksins. Af hverju stofna þeir ekki bara nýjan flokk þar sem þeirra stefna er í hávegum höfð. Hvernig væri líka að fara að snúa sér að þarfari hlutum en að liggja yfir skattskrám og baka RÚV brauð?
Óli Njáll  07:59| 
link
------------------




Powered by Blogger