jahá, kennsla í bloggi, ekki er öll vitleysan eins. Ég hef í kjölfarið á þessum fréttum ákveðið að bjóða fólki upp á einkatíma í bloggkennslu, einungis 2500krónur á tímann og lofa því jafnframt að eftir tvo tíma verði nemendur orðnir fullfærir í fræðum bloggheimsins, meðal þess sem ég mun fara í verða linkar en ég veit um fólk sem þarf á þannig kennslu að halda.
Óli Njáll 18:53| link
djöfull er maður eitthvað dofinn í dag, vaknaður klukkan rúmlega 9 í morgun, tengist kanski því að ég var sofnaður fyrir miðnætti í gær. Hvað á maður svo að gera af sér í dag? Svar: Sem minnst, allra minnst og helst ekkert gagnlegt. Ég gæti jafnvel tekið upp á því að horfa á kvennabolta í sjónvarpinu. Og talandi um bolta. Hversu lélegir voru Íslendingar í gær gegn Ungverjum? Og hví í skrambanum var fertugur maður í markinu? Ætli Atli kalli þetta ekki að gefa nýjum mönnum tækifæri. Það er kominn tími til að losa sig við þennan bjálfa úr þjálfarastöðunni, því fyrr því betra. Jamm, eins og sjá má er ég ekki í sem allra bestu skapi núna.
Í hvaða kúrs á ég að fara? Trúarbragðasaga eða hagsaga til 1900? Ég held ég forði mér frá neysluháttum þar sem ég á víst annars að flytja verkefni um tísku og klæðaburð á fimmtudaginn. Ekki bað ég um það verkefni og enn síður bað ég um að hafa framsögu í fyrstu viku.
góðar stundir
Óli Njáll 12:27| link
------------------