{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

15.4.05

Biscan - semja - núna

Þegar ég fer í hettupeysuna mína og horfi í spegil finnst mér á stundum sem ég sé Jedi-riddari.

Eftir miklar rannsóknir hef ég komist að því að skeggvöxtur minn er jafn á báðum vöngum. Þetta hrekur þær kenningar sem segja að skeggvöxturinn sé meiri vinstra megin sökum vinstrivillu minnar.

Svona er nú veröldin skrýtin.
Óli Njáll  19:00| 
link
------------------

14.4.05

Biscan, semja, núna

Þá er maður kominn með sumarvinnu. Það er nú ekki afleitt. Vinnustaður að þessu sinni verður fréttastofa útvarpsins hvar ég mun vinna fréttir af miklum móð. Þetta leggst vel í mig og ég hef fulla trú á að þetta verði alveg stórskemmtilegt. Svo kynnist ég væntanlega Brodda Broddasyni sem hefur verið fréttahetja mín í um 2 áratugi.
Síðustu tvö sumur hef ég legið í leti og gert sem minnst. Þetta verða heldur betur viðbrigði.
Óli Njáll  12:16| 
link
------------------

13.4.05

Farðu nú að drullast til að semja við Igor Biscan

Hver var miðjukóngurinn í kvöld? Jújú, það var enginn annar en Igor Biscan sem var hornsteinninn að góðri frammistöðu Liverpool í kvöld. Komnir í undanúrslit og Chelsea er næst á dagskrá. Megi þeir fúlu fantar deyja þegar kóngurinn Igor Biscan fer hamförum á Stamford Bridge, heggur menn til beggja handa og brennir svo hjallinn með því að sveipa hann surtarloga.

Og talandi um kónga. Mike Hussey er nýi kóngurinn hjá Durham. 165 not out á fyrsta degi og Durham samtals með 325/3. Gordon Muchall, einnig þekktur sem ljóti maðurinn með skelfilega nafnið, stóð sig vel með 82 hlaup og jafnvel óvinur minn númer eitt, JJB Lewis, skoraði 50 hlaup. Leikurinn er því algerlega í höndum Durham eftir fyrsta daginn. Nú er bara að salla hlaupum á Leicestermenn á morgun og hleypa svo Steven Harmison lausum. Harmison, Plunkett, Davies og Breese - þetta er svakalegt bowling line up, næstum í sama klassa og McGrath, Gillespie, Kasprowitch og Warne.

Nei, ekki það? jæja, kannski skaut ég aðeins yfir markið með þessari samlíkingu.

AF öðrum fréttum. Systrafélag 3-bekkjarstúlkna í Verzló sem kallar sig því smekklega nafni Hryssurnar hafa nú tekið upp á því að birta myndir af mér á sóðalegri heimasíðu sinni. Kallinn mun ekki kyngja því þegjandi og hljóðalaust.
Óli Njáll  21:52| 
link
------------------

12.4.05

Semdu aftur við Igor Biscan

Morgundagurinn verður rosalegur. Liverpool vs. Juventus. Benitez er að fara á taugum og teflir fram hækjugenginu, Xabi og Cisse. Hvorugur getur stigið í lappirnar án aðstoðar en báðir verða þó í hópnum. Já, ég held að við töpum.

County cricket hefst á morgun og Durham hefur leik á útivelli gegn Leicestershire. Þessi leikur ætti að vinnast enda lið Durham betra í ár en í fyrra og munar þar mest um ástralska fyrirliðann okkar, Mike Hussey. Leicestershire hefur aftur á móti misst sinn besta mann, Brad Hodge, en sá gaukur hélt liðinu algerlega á floti í fyrra. Ekki veit ég betur en Durham geti stillt upp sínu sterkasta liði sem yrði þá eitthvað á þessa leið:

M. Hussey
G. Muchall
P. Collingwood
D. Benkenstein
G. Hamilton
G. Breese
A. Pratt
L. Plunkett
A. Noffke
M. Davies
S. Harmison

Ég óttast þó að fyrrum fyrirliði okkar, JJB Lewis, verði í liðinu. Það er skömm enda getur maðurinn ekki blauta drullu.
Óli Njáll  10:49| 
link
------------------

11.4.05

Semdu aftur við Igor Biscan

Já, ég ætla sko að halda þessu til streytu, þetta er ekkert grín.

Í gær fór ég í minn reglulega sunnudagsbolta og guð minn góður hvað þetta var ömurlegt. Ég skaut 100 sinnum í Krissa í markinu og helmingurinn af sendingum mínum geigaði. Skoraði þó þrjú mörk með því að dúndra í vegginn og inn. Þau mörk eru næstum jafn sæt og klobbarar.

Ég skoðaði nokkra bíla um helgina og spurning hvort maður fari ekki að selja poloinn sem bróðir minn á víst og kaupi sér einn nýjan. Ford Focus er sterkasti kandídatinn um þessar mundir en næst verða skoðaðir Skoda Octavía og VW Golf. Það verður ekki leiðinlegt að fá sér nýjan bíl en að sama skapi ákveðinn söknuður að Jörgen II sem hefur verið farartæki mitt um 6 ára skeið.

Ég er svangur.
Óli Njáll  11:51| 
link
------------------




Powered by Blogger