{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

6.8.04

Bölvaður letihaugurinn

Já, bölvaður sé Óli Njáll Ingólfsson, sá armi letihaugur sem verður ekkert úr verki um þessar mundir. Hann þarf að taka sér tak.

Óli Njáll  12:45| 
link

Bölvaður íbúðalánasjóður

Þessi íbúðakaup mín eru að verða einhver farsi. Íbúðalánasjóður fann nú formgalla á dagsetningu gegntilboðs og varð ég því að gera nýtt tilboð í morgun. Sumt er bara of mikil steypa.

Í kvöld á stórveldið Leiknir leik við Aftureldingu á útivelli. Leiknismenn með næstum fullskipað lið í dag, aðeins Maggi Þorvarðar er á meiðslalistanum. Afturelding er á hinn bóginn í sárum með 2 sterka leikmenn í banni og að auki misstu þeir aðalmarkapotarann, sem hafði skorað 7 mörk í 8 leikjum, til Víkings nú í vikunni. Að öllu jöfnu ættu mínir menn því að taka þetta. Allt útlit er þó fyrir að ég missa af þessum leik. Bölvað.

Fyrsta dómgæsluverkefni sumarsins í gær. Þetta er stuð.





Óli Njáll  10:35| 
link
------------------

4.8.04

Helgaruppgjörið

Já, líkt og aðrir Íslendingar var haldið út á land um helgina. Vitanlega lét maður veðurstofuna ráða áfangastaðnum og því héldum við norður eftir hádegi á laugardaginn. Fyrsti áfangastaður Agureyris.

Á Agureyri var fínt að vera. Heiðurshjónin Anna og Jens skutu skjólshúsi yfir okkur Sunnu um nóttina. Þar sem þau voru ansi upptekin um helgina þá fórum við Sunna tvö í bæinn og kíktum á mannlífið. Mest allt kvöldið sátum við svo á hinu ágæta kaffihúsi Bláu Könnunni og sötruðum öl. Ekki skemmdi fyrir að Tómas Jónasson birtist á röltinu og kiptum við honum ásamt fylgifiskum hans inn á kaffihúsið. Héldum svo heim á skaplegum tíma og erum með engu ábyrg fyrir ólætum á tjaldstæðum bæjarins þessa nótt.

Enginn heilvita maður nennir að hanga á Agureyris til lengdar og því lögðum við í hann strax næsta dag á eftir. Héldum til Húsavíkur og tjölduðum þessu líka myndarlega hústjaldi. Þetta var nú í fyrsta skipti sem ég ræðst í stærri tjöldunarverk en einfalt kúlutjald. Tókst svona lalalala. Ekkert stórglæsilegt en það stóð allavega fram á þriðjudag.

En þótt við Sunna værum hæstánægð með hústjaldið góða fíluðum við okkur svoldið eins og móhíkana á tjaldstæðinu. Íslendingar eru nefnilega löngu hættir að tjalda. Í staðinn fer fólk með alla búslóðina í hjól- eða fellihýsum. Fólk á tjaldvögnum þykir heldur ekki nógu kúl og verður senn útdauð tegund. Undarlegustu hluti tekur fólk með sér á hjólhýsum. Sem dæmi má nefna ryksugur, gervihnattadiska og stálgirðingar. Fjandinn hafi það, ef fólk getur ekki legið í tjaldi á það bara að drullast til að vera heima hjá sér.

Já, ég er nefnilega einn af þeim sem vilja banna fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og tjaldvagna með öllu. Þjóðvegaumferð yrði svo mikið betri í kjölfarið. Það væri hátíð að losna við þessar hattakarlakerlingartruntur sem lúsast áfram á 70 km/klst og reyna að safna sem flestum bílum á eftir sér. Það er þetta fólk sem er ábyrgt fyrir hættulegum framúrökstrum og ámóta brjálæði á þjóðvegunum. Skjótum þau öll á færi!!!!

En aftur til Húsavíkur. Þar er náttúrulega Reðurstofa Íslands sem er án efa skemmtilegasta safn landsins. Sé alls ekki eftir þeim 500 kalli og mun tvímælalaust fara aftur á þetta safn. Margir magnaðir sýningargripir en mest áhugaverður er reðurstofustjórinn sjálfur. Alveg frábært að spjalla við kallinn sem bæði er hafsjór af fróðleik og mikill húmoristi. Alvöru safnakall.

En að lokum að því sem mestu máli skiptir KÚR. Það er nú svo að sveitir landsins eru misjafnar að gæðum og skulu þær flokkaðar eftir fjölda nautgripa sem sjást á túnum þegar ekið er eftir þjóðveginum. Á norðurleið er Eyjafjörðurinn tvímælalaust besta sveitin, þar úir og grúir allt í beljum sem flestar eru vel haldnar og fallegar. Húnavatnssýslur og Skagafjörður eru á hinn bóginn afar fátæklegar sveitir þótt vitanlega séu myndarbú inn á milli. Þessar sveitir fá einnig falleinkunn fyrir töluverðan fjölda af hrossum.

Hross eru skaðræðisskepnur og engum til gagns. Hross eru líka ljótar skepnur í samanburði við KÚR. Ég syrgi allt það land sem nýtt er í ámóta kotbúskap enda eru hestar með öllu óætir og bestu lög landsins eru tvímælalaust þau fornu lög er bönnuðu hrossakjötsát.

KÚR eru á hinn bóginn fallegastar allra skepna, þótti mér einmitt dapurt þegar ég krúsaði um þjóðgarða Kenýa að þar voru engir nautgripir. Buffalóar voru að vísu allnokkrir og björguðu því sem bjargað varð. En KÚR eru ekki bara fallegar heldur einnig bragðgóðar með eindæmum og allar mjólkurafurðir eru góðar. Nautalund með mjólk á diskinn minn.

Já, ég tek undir með Þorsteini Guðmundssyni: Íslenska kýrin er gáfaðasta skepna í heimi.

Óli Njáll  10:19| 
link
------------------




Powered by Blogger